Segir grafalvarlegt að tala mannréttindadómstól niður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:30 Sigríður Andersen er harðlega gagnrýnd fyrir ummæli um Mannréttindadómstól Evrópu. Vísir/vilhelm „Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira