Segjast ekki bera ábyrgð á vali stéttarfélaganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 15:58 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið segir að ekki halli á félagsmenn SGS og Eflingar varðandi greiðslu iðgjalda. FBL/Eyþór Samband íslenskra sveitarfélaga segir að hvorki halli á félagsmenn SGS né Eflingar er varðar greiðslu iðgjalda í þá lífeyrissjóði sem félagsmenn greiða iðgjöld sín til. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í tilefni þess að forsvarsmenn Eflingar og SGS hafa vísað kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Það gerðu verkalýðsforingjarnir vegna ósættis um lífeyrismál. Af hálfu SGS og Eflingar komi ekki til greina að halda áfram viðræðum nema lífeyrisréttindi starfsfólks sveitarfélaganna innan ASÍ verði jöfnuð.Sjá nánar: Vísa deilu til Ríkissáttasemjara „Ákvæði um framlög launagreiðenda í lífeyrissjóði og séreignasjóði eru samhljóða í öllum kjarasamningum Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess, þ.e. 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð og 2% mótframlag í séreignasjóð,“ segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga er starfsmönnum almennt gert skylt að eiga aðild að lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, s.s. Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga eða LSR. Sú regla er þó með þeirri undantekningu að félagsmenn stéttarfélaga innan ASÍ greiða flestir í almenna lífeyrissjóði. Það fyrirkomulag hefur verið óbreytt um árabil og byggir á kröfum stéttarfélaganna sjálfra þar um, enda höfnuðu þau á sínum tíma boð um aðild að opinberu lífeyrissjóðunum.“ Lífeyrisréttindi starfsmanna sveitarfélaganna sem greiða í almenna lífeyrissjóði geti í einhverjum tilvikum verið lakari en þeirra sem greiða í opinberu sjóðina. „Þar sem stéttarfélögin bera sjálf ábyrgð á eigin vali og kröfum þá hafnar Samband íslenskra sveitarfélaga alfarið að bæta eða bera ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum þess.“ Í tilkynningunni er fullyrt að krafa SGS og Eflingar sé í raun að launagreiðendur greiði hærri kjarasamningsbundin iðgjöld í lífeyrissjóði félagsmanna sinna en aðrir starfsmenn sveitarfélaga njóta. Kjaramál Tengdar fréttir SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að hvorki halli á félagsmenn SGS né Eflingar er varðar greiðslu iðgjalda í þá lífeyrissjóði sem félagsmenn greiða iðgjöld sín til. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í tilefni þess að forsvarsmenn Eflingar og SGS hafa vísað kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Það gerðu verkalýðsforingjarnir vegna ósættis um lífeyrismál. Af hálfu SGS og Eflingar komi ekki til greina að halda áfram viðræðum nema lífeyrisréttindi starfsfólks sveitarfélaganna innan ASÍ verði jöfnuð.Sjá nánar: Vísa deilu til Ríkissáttasemjara „Ákvæði um framlög launagreiðenda í lífeyrissjóði og séreignasjóði eru samhljóða í öllum kjarasamningum Samband íslenskra sveitarfélaga og viðsemjenda þess, þ.e. 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð og 2% mótframlag í séreignasjóð,“ segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga er starfsmönnum almennt gert skylt að eiga aðild að lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, s.s. Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga eða LSR. Sú regla er þó með þeirri undantekningu að félagsmenn stéttarfélaga innan ASÍ greiða flestir í almenna lífeyrissjóði. Það fyrirkomulag hefur verið óbreytt um árabil og byggir á kröfum stéttarfélaganna sjálfra þar um, enda höfnuðu þau á sínum tíma boð um aðild að opinberu lífeyrissjóðunum.“ Lífeyrisréttindi starfsmanna sveitarfélaganna sem greiða í almenna lífeyrissjóði geti í einhverjum tilvikum verið lakari en þeirra sem greiða í opinberu sjóðina. „Þar sem stéttarfélögin bera sjálf ábyrgð á eigin vali og kröfum þá hafnar Samband íslenskra sveitarfélaga alfarið að bæta eða bera ábyrgð á hugsanlegum afleiðingum þess.“ Í tilkynningunni er fullyrt að krafa SGS og Eflingar sé í raun að launagreiðendur greiði hærri kjarasamningsbundin iðgjöld í lífeyrissjóði félagsmanna sinna en aðrir starfsmenn sveitarfélaga njóta.
Kjaramál Tengdar fréttir SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?