Norskur heimsmeistari vill bara æfa með stelpum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:30 Karsten Warholm með gullið sem hann vann á EM innanhúss í vetur, Getty/Matthias Kern Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm. Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira
Karsten Warholm er ein allra stærsta íþróttastjarna Norðmanna og jafnframt ein stærsta frjálsíþróttastjarna heims en hann hefur bæði unnið heimsmeistaragull og Evrópumeistaragull á síðustu tveimur árum. Karsten Warholm er 400 metra grindahlaupari en auk þess vann hann einnig gull í 400 metra hlaupi á EM innanhúss fyrr á þessu ári. Warholm vann 400 metra grindahlaup á HM í London 2017 og á EM í Berlín 2018. Margir eru forvitnir að fá að vita hvernig þessi heimsklassa íþróttamaður æfir og með hverjum hann æfir. Dagbladet komst að hinu sanna og þar koma ýmislegt á óvart. Algengt er að íþróttamenn í fremstu röð æfi með öðrum í sömu grein og þá velja þeir oft íþróttamenn í svipuðum klassa sem geta þá veitt þeim smá keppni og aðhald á æfingunum. Æfingafélagar Warholm munu aldrei keppa við hann á mótum því þær mega það ekki. Karsten Warholm er nefnilega svolítið sér á báti. Æfingafélagar hans í dag eru nefnilega þær Amalie Iuel, Elisabeth Slettum og Solveig Hernandez Vråle. Það eru því engir karlmenn í æfingahóp Karsten Warholm fyrir utan hann sjálfan og svo þjálfarann Leif Olav Alnes.Unik kjønnsbalanse i Team Warholmhttps://t.co/eHBhmnH1By — Dagbladet Sport (@db_sport) May 28, 2019„Þetta er frábært. Ef Karsten og ég erum að rífast þá fæ ég bara stelpurnar á mitt band. Það er gott að hafa stelpurnar með mér í liði,“ sagði Amalie Iuel í léttum tón við blaðamann Dagbladet. En er ekki mjög óalgengt að maður eins og Karsten skuli eingöngu æfa með hinu kyninu? „Það er rétt. Þetta er mjög óalgengt en þetta virkar fyrir okkur. Við erum engar dramadrottningar. Það er aðeins ein dramadrottning í æfingahópnum og það er Karsten,“ sagði Amalie Iuel hlæjandi. „Það er mikið estrógen í loftinu,“ segir Karsten Warholm. „Ég vinn allar keppnir á æfingunum og svo eru þetta bara glaðar og góðar stelpur. Þær hafa líka rétta hugarfarið og þá hæfileika sem við vorum að leita að,“ segir Karsten Warholm. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að gefa allt mitt í þetta og hafa hvatningu til að gera það. Þetta er svipað og með góða starfsfélaga. Starfsumhverfið er mjög mikilvægt og við erum öll mjög góðir vinir,“ sagði Warholm.
Frjálsar íþróttir Noregur Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sjá meira