Líneik Anna: Verkefnið að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:15 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkur, segir það vera verkefni þings að tryggja öllum byggðum landsins tækifæri til þróunar. Þetta sagði Líneik Anna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld þar sem hún fór meðal annars yfir nýtingu á landinu, eignarhald á jörðum og nauðsyn þess að rækta samstarf við bændur. Hún sagði áskorunina vera að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar - við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. Samvinna skili samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni.Samfélagsleg verðmæti Þingmaðurinn spurði svo í ræðu sinni hvort allir geti ekki verið sammála um að samfélagsleg verðmæti felist í byggð um land allt. „Verkefni okkar hér er að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar. Það gerum við meðal annars með skýrri sýn á uppbyggingu samgangna, fjarskipta og dreifikerfis raforku. Í vetur höfum við, undir dyggri forystu hæstvirts samgöngu og sveitarstjórnarráðaherra Sigurðar Inga Jóhannssonar afgreitt samgönguáætlun sem boðar stórsókn í samgöngumálum og þá er að ljúka vinnu við fjarskiptastefnu þar sem markmiðið er að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga fjarkskiptainnviði. Í samfélagi þar sem þjónusta er samþjöppuð á litlu svæði þarf að tryggja grunninnviði en líka jafnan flutningskostnað innanlands. Kostnaður við flutning - á raforku, -flutning á fólki, - við gagnaflutning um ljósleiðara, - eða vöruflutninga til og frá markaði má ekki vera hindrun fyrir samkeppnihæfni byggðarlaga. Dæmi um lausnir á þessum vanda sem eru á dagskrá er eitt dreifikerfi raforku og sama verð til allra fyrir dreifingu orkunnar - og skoska leiðin í fluginu,“ sagði Líneik Anna. Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokkur, segir það vera verkefni þings að tryggja öllum byggðum landsins tækifæri til þróunar. Þetta sagði Líneik Anna í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld þar sem hún fór meðal annars yfir nýtingu á landinu, eignarhald á jörðum og nauðsyn þess að rækta samstarf við bændur. Hún sagði áskorunina vera að flétta saman sem flest markmið uppbyggingar, verndar og sjálfbærrar nýtingar - við landnotkun, landgræðslu, skógrækt og landvörslu. Samvinna skili samfélagslegum ávinningi langt umfram það sem gerist ef hver vinnur í sínu horni.Samfélagsleg verðmæti Þingmaðurinn spurði svo í ræðu sinni hvort allir geti ekki verið sammála um að samfélagsleg verðmæti felist í byggð um land allt. „Verkefni okkar hér er að tryggja öllum byggðum tækifæri til þróunar. Það gerum við meðal annars með skýrri sýn á uppbyggingu samgangna, fjarskipta og dreifikerfis raforku. Í vetur höfum við, undir dyggri forystu hæstvirts samgöngu og sveitarstjórnarráðaherra Sigurðar Inga Jóhannssonar afgreitt samgönguáætlun sem boðar stórsókn í samgöngumálum og þá er að ljúka vinnu við fjarskiptastefnu þar sem markmiðið er að Ísland verði áfram í fremstu röð með trausta og örugga fjarkskiptainnviði. Í samfélagi þar sem þjónusta er samþjöppuð á litlu svæði þarf að tryggja grunninnviði en líka jafnan flutningskostnað innanlands. Kostnaður við flutning - á raforku, -flutning á fólki, - við gagnaflutning um ljósleiðara, - eða vöruflutninga til og frá markaði má ekki vera hindrun fyrir samkeppnihæfni byggðarlaga. Dæmi um lausnir á þessum vanda sem eru á dagskrá er eitt dreifikerfi raforku og sama verð til allra fyrir dreifingu orkunnar - og skoska leiðin í fluginu,“ sagði Líneik Anna.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira