Útiliðið græðir miklu meira á oddaleik í handboltanum en í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 15:45 Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftr sigur í oddaleik í Schenker-höllinni fyrir fimm árum. vísir/stefán Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun. Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Á morgun fer fram oddaleikur á milli Hauka og ÍBV í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta en hann fer fram einni viku eftir oddaleik KR og ÍR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Það var troðfullt í DHL-höll þeirra KR-inga á laugardaginn var og það verður örugglega líka mjög vel mætt í Schenkerhöll Haukanna á morgun. Það er aftur á móti eitt sem er mjög ólíkt milli þessara oddaleikja. Á meðan KR-ingar fengu alla innkomuna frá sínum oddaleik um síðustu helgi þá þurfa Haukar að skipta tekjunum með ÍBV eftir leikinn á morgun. KR-ingar þurftu reyndar að borga allan dómarakostnað á leiknum sínum en í handboltanum teljast ferðakostnaður Eyjamanna til Hafnarfjarðar til kostnaðar við leikinn þegar allt er gert upp. Þetta kemur vel fram í reglugerð HSÍ um handknattleiksmót en þar stendur: „Ef kemur til oddaleiks í úrslitakeppni eða umspili skal ágóða eða tapi af hverjum leik skal skipta jafnt milli leikaðila. Ferðakostnaður til og frá leikstað, skal teljast með kostnaði vegna leiks og skiptast jafnt á leikaðila. Gestaliðið skal leggja fram sönnun fyrir útlögðum ferðakostnaði. Ferðakostnaður getur verið kostnaður vegna allt að 19 manns hjá meistaraflokkum, þ.e. 14 leikmenn, starfsmenn A, B, C og D og einum stjórnarmanni. Húsaleiga skal aldrei verða meiri en 10% af aðgangseyri. Heimalið skal hafa til ráðstöfunar 50% af aðgöngumiðafjölda og gestir 50%. Gestir skulu skila óseldum miðum a.m.k. 1. klst. fyrir leik.“ Á þessu sést að útiliðið í oddaleikjum græðir miklu meira á oddaleiknum í handboltanum en það gerir í körfunni. „Félög hirða tekjur af heimaleikjum sínum í Íslandsmóti og þau bera einnig allan kostnað vegna framkvæmdar hans. Lið sem leikur á útivelli í Íslandsmóti ber allan kostnað vegna ferðalaga leikmanna,“ segir í reglugerð KKÍ. ÍR-ingar þurftu því bæði að sætta sig við silfur og að KR-ingarnir tóku allar tekjur af oddaleiknum um síðustu helgi. Eyjamenn munu hins vegar eflaust fá heilmikið í kassann verði vel mætt á Ásvelli á morgun.
Dominos-deild karla Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira