Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2019 16:21 Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra. Fréttablaðið/Ernir Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar. Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Skal þjóðleikhússtjóri hafa menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Þjóðleikhússtjóri stjórnar og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Hann markar listræna stefnu leikhússins í samráði við þjóðleikhúsráð, stýrir stofnuninni samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði listrænum og fjárhagslegum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Þjóðleikhússtjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar og er í fyrirsvari fyrir hana. Leitað er eftir einstaklingi sem sýnir frumkvæði og framsýni. Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð eru einnig mikilvæg sem og skipulagshæfni og þjónustulund. Jafnframt er leitað að metnaðarfullum og faglegum einstaklingi með brennandi áhuga á sviði leiklistar. Umsækjandi þarf að geta unnið undir álagi. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra til fimm ára í senn að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs en ráðið er í starfið frá 1. janúar 2020. Umsóknir með greinargerð umsækjenda um framtíðarsýn fyrir Þjóðleikhúsið (út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum) með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík eða á netfangið postur@mrn.is, fyrir dagslok mánudaginn 1. júlí 2019. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019. Leikhús Vistaskipti Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar. Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Skal þjóðleikhússtjóri hafa menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu á starfi leikhúsa. Þjóðleikhússtjóri stjórnar og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Hann markar listræna stefnu leikhússins í samráði við þjóðleikhúsráð, stýrir stofnuninni samkvæmt samþykktri starfs- og fjárhagsáætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði listrænum og fjárhagslegum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Þjóðleikhússtjóri ræður starfsmenn stofnunarinnar og er í fyrirsvari fyrir hana. Leitað er eftir einstaklingi sem sýnir frumkvæði og framsýni. Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð eru einnig mikilvæg sem og skipulagshæfni og þjónustulund. Jafnframt er leitað að metnaðarfullum og faglegum einstaklingi með brennandi áhuga á sviði leiklistar. Umsækjandi þarf að geta unnið undir álagi. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar þjóðleikhússtjóra til fimm ára í senn að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs en ráðið er í starfið frá 1. janúar 2020. Umsóknir með greinargerð umsækjenda um framtíðarsýn fyrir Þjóðleikhúsið (út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum) með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík eða á netfangið postur@mrn.is, fyrir dagslok mánudaginn 1. júlí 2019. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019.
Leikhús Vistaskipti Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira