Ruslamál í Öræfunum ófullnægjandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 14:00 Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja. Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja.
Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira