Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 18:45 Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar. Stjórnarskrá Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar.
Stjórnarskrá Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira