Klemens mætti í hálfum jakka á appelsínugula dregilinn Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 12. maí 2019 17:47 Hatari á appelsínugula dreglinum. Liðsmenn Hatara mættu á appelsínugula dregilinn í Tel Aviv um klukkan 17:15 að íslenskum tíma í dag en nokkur seinkun varð á athöfninni þar sem fulltrúar allra þjóðanna ræða við blaðamenn og bjóða upp á myndatökur með aðdáendum. Einn kynnanna sagði að það væri líklega vissara fyrir börn og grænmetisætur að horfa undan því Hatari legði mikla áherslu á BDSM og leður í atriði sínu. Í framhaldinu komu sexmenningarnir, söngvarar, dansarar og trommugimp, út úr bílunum og stilltu sér upp í myndatöku áður en aðalkynnar kvöldsins tóku þá tali. Var greinilegt á kynnunum að þeir höfðu áhyggjur af því að Hataramenn yrðu seinir til svars eða myndu ekkert svar. „Talið þið? Eða horfið þið bara?“ spurði karlkynnirinn. „Við elskum að tala, við elskum að horfa og allt hitt líka,“ svaraði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari sveitarinnar. Barst talið í framhaldinu að klæðnaði þeirra og sagði Matthías sveitina sækja í fatahönnuði úr nærumhverfinu. Athygli vakti að Klemens Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar, var klæddur í hálfan jakka. „Augljóslega erum við ekki vanir hitanum svo ég reif hálfan jakkann af,“ sagði Klemens. Kynnarnir virtust meðvitaðir um að pör væru að finna innan Hatara. Meðlimir væru bundnir fjölskylduböndum. „Við erum frændur,“ sagði Matthías um þá Klemens en auk þess eru Einar Hrafn Stefánsson trommugimp og Sólbjört Sigurðardóttir kærustupar.En hver eru skilaboð Hatara? „Ef við stöndum ekki saman og finnum frið þá mun Hatrið sigra,“ sagði Klemens og skellti sér í frekari göngu eftir Rauða dreglinum.Útsendingin frá Rauða dreglinum stendur enn yfir þótt farið sé að síga á seinni hlutann. Hana má sjá að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá Hatara. Eurovision Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Bíó og sjónvarp Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
Liðsmenn Hatara mættu á appelsínugula dregilinn í Tel Aviv um klukkan 17:15 að íslenskum tíma í dag en nokkur seinkun varð á athöfninni þar sem fulltrúar allra þjóðanna ræða við blaðamenn og bjóða upp á myndatökur með aðdáendum. Einn kynnanna sagði að það væri líklega vissara fyrir börn og grænmetisætur að horfa undan því Hatari legði mikla áherslu á BDSM og leður í atriði sínu. Í framhaldinu komu sexmenningarnir, söngvarar, dansarar og trommugimp, út úr bílunum og stilltu sér upp í myndatöku áður en aðalkynnar kvöldsins tóku þá tali. Var greinilegt á kynnunum að þeir höfðu áhyggjur af því að Hataramenn yrðu seinir til svars eða myndu ekkert svar. „Talið þið? Eða horfið þið bara?“ spurði karlkynnirinn. „Við elskum að tala, við elskum að horfa og allt hitt líka,“ svaraði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari sveitarinnar. Barst talið í framhaldinu að klæðnaði þeirra og sagði Matthías sveitina sækja í fatahönnuði úr nærumhverfinu. Athygli vakti að Klemens Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar, var klæddur í hálfan jakka. „Augljóslega erum við ekki vanir hitanum svo ég reif hálfan jakkann af,“ sagði Klemens. Kynnarnir virtust meðvitaðir um að pör væru að finna innan Hatara. Meðlimir væru bundnir fjölskylduböndum. „Við erum frændur,“ sagði Matthías um þá Klemens en auk þess eru Einar Hrafn Stefánsson trommugimp og Sólbjört Sigurðardóttir kærustupar.En hver eru skilaboð Hatara? „Ef við stöndum ekki saman og finnum frið þá mun Hatrið sigra,“ sagði Klemens og skellti sér í frekari göngu eftir Rauða dreglinum.Útsendingin frá Rauða dreglinum stendur enn yfir þótt farið sé að síga á seinni hlutann. Hana má sjá að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá Hatara.
Eurovision Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Bíó og sjónvarp Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira