Innlent

Blekktu fólk til að gefa upp lykilorð

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í síðustu viku tókst tölvuþrjóti að komast yfir notendanafn og lykilorð á heimabanka einstaklings með blekkingartali sínu en hann millifærði umtalsverða upphæð.
Í síðustu viku tókst tölvuþrjóti að komast yfir notendanafn og lykilorð á heimabanka einstaklings með blekkingartali sínu en hann millifærði umtalsverða upphæð. Vísir/vilhelm
Lögreglan á Vestfjörðum varar fólk við óprúttnum aðilum sem hafa að undanförnu hringt í íbúa á Vestfjörðum og blekkt þá til að gefa upp lykilorð að heimasíðum og netbönkum.

Í síðustu viku tókst tölvuþrjóti að komast yfir notendanafn og lykilorð á heimabanka einstaklings með blekkingartali sínu en hann millifærði umtalsverða upphæð.

Lögreglan segir að um erlenda aðila hafi verið að ræða í þessu tilviki sem hafi talað bjagaða ensku.

„Erfitt getur reynst að endurheimta slíkar millifærslur“.

Lögreglan segir að það sé gríðarlega mikilvægt að svara ekki slíkum boðum og allra síst gefa upp lykilorðið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×