Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2019 14:41 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Fréttablaðið/pjetur Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra en fram kemur í dómnum að maðurinn og stúlkan höfðu þekkst og átt í talsverðum rafrænum samskiptum. Umrædd atvik átti sér stað er maðurinn sótti stúlkuna eftir að hún bað hann um að kaupa sér sígarettur. Óku þau á afskekktan stað í nágrenni Akureyrar þar sem þau reyktu saman sígarettur. Settust þau síðan í aftursæti bílsins þar sem maðurinn fór að kyssa stúlkuna. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa snert brjóst konunnar og látið hana fróa sér. Maðurinn játaði því að hafa kysst stúlkuna en neitaði því að hann hafi látið hana fróa sér. Var það hins vegar mat dómsins að allt frá því að maðurinn gaf lögregluskýrslu hafi framburður hans um það atriði verið á reiki, en framburður stúlkunnar verið allskýr og trúverðugur um helstu sakaratriði málsins. Var maðurinn því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að mikill dráttur hafi orðið á málinu, en brotið var framið árið 2013 er maðurinn var sautján ára og stúlkan fjórtán ára. „Til þess ber einnig að líta að ákærði játaði, eins og áður er rakið, nær undanbragðalaust hluta verknaðarlýsingar og sakargiftir samkvæmt ákæru, en lýsti einnig yfir iðran vegna þeirrar háttsemi. Þá er hann ungur að árum og var að auki þegar hann framdi brotið aðeins 17 ára og því barn að lögum. Þá ber að áliti dómara að taka sérstakt tillit til þess að mál þetta hefur dregist mjög í meðförum á öllum stigum, sem ákærða verður á engan hátt kennt um.“ Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra en fram kemur í dómnum að maðurinn og stúlkan höfðu þekkst og átt í talsverðum rafrænum samskiptum. Umrædd atvik átti sér stað er maðurinn sótti stúlkuna eftir að hún bað hann um að kaupa sér sígarettur. Óku þau á afskekktan stað í nágrenni Akureyrar þar sem þau reyktu saman sígarettur. Settust þau síðan í aftursæti bílsins þar sem maðurinn fór að kyssa stúlkuna. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa snert brjóst konunnar og látið hana fróa sér. Maðurinn játaði því að hafa kysst stúlkuna en neitaði því að hann hafi látið hana fróa sér. Var það hins vegar mat dómsins að allt frá því að maðurinn gaf lögregluskýrslu hafi framburður hans um það atriði verið á reiki, en framburður stúlkunnar verið allskýr og trúverðugur um helstu sakaratriði málsins. Var maðurinn því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni og dæmdur í sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið horft til þess að mikill dráttur hafi orðið á málinu, en brotið var framið árið 2013 er maðurinn var sautján ára og stúlkan fjórtán ára. „Til þess ber einnig að líta að ákærði játaði, eins og áður er rakið, nær undanbragðalaust hluta verknaðarlýsingar og sakargiftir samkvæmt ákæru, en lýsti einnig yfir iðran vegna þeirrar háttsemi. Þá er hann ungur að árum og var að auki þegar hann framdi brotið aðeins 17 ára og því barn að lögum. Þá ber að áliti dómara að taka sérstakt tillit til þess að mál þetta hefur dregist mjög í meðförum á öllum stigum, sem ákærða verður á engan hátt kennt um.“
Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira