Styttist í stóru stundina í Tel Aviv: Þetta verða lengstu klukkustundir í lífi okkar Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 12:30 Lee Proud brá á leik með blaðamanni fyrir utan Dan Panorama hótel íslenska liðsins í morgun. Vísir/Kolbeinn Tumi Lee Proud, danshöfundur íslenska atriðsins í Eurovision sem Hatari flytur, var í meira lagi í góðum gír þegar blaðamaður ræddi við hann rétt fyrir brottför af hóteli íslenska hópsins í Tel Aviv í dag. Hann hefur góða tilfinningu fyrir deginum og kvöldinu. „Miðað við hvernig gekk í gær þá er tilfinning mín sú að við erum algjörlega tilbúin. Allir eru á sömu blaðsíðu, náðu að sofa vel og hvíla sig. Þetta er í höndum kjósenda en við höfum gert okkar besta. Ég verð stoltur hvernig sem fer.“ Dómararennslið fór fram í keppnishöllinni í gær en atkvæði þeirra gilda til jafns við símakosninguna í kvöld. Þótti rennslið í gær takast nokkuð vel og segir Lee engar breytingar verða gerðar á atriðinu frá því sem var í gær.Ástrós Guðjónsdóttir dansari er klár í slaginn eins og restin af Hataragenginu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Við leggjum bara áherslu á að halda bandinu afslöppuðu og einbeittu á verkefnið sem þau eru komin hingað til að gera.“ Þegar blaðamaður ræddi við Lee voru níu klukkustundir í að flautað yrði til leiks á fyrra undanúrslitakvöldinu, klukkan 19 að íslenskum tíma. Hann á von á að tímnin verði lengi að líða í dag. „Þetta verða langar níu klukkustundir og okkur mun vafalítið finnast þetta lengstu níu klukkustundir í lífi okkar. Það er nóg að gera. Mæta í keppnishöllina, gera bandið tilbúið, svo er síðdegisæfing og stóra kvöldið.“ Spennan er mjög mikil að sögn danssérfræðingsins. „Við erum öll mjög spennt og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er svo mikil ást í liðinu og í öllum íslenska hópnum. Okkur í atriðinu líður einstaklega vel. Allir svo stoltir og ég held við höfum náð því sem við komum til að gera.“Lee Proud í gimpgalla á göngu í Tel Aviv á dögunum. Um var að ræða upptöku á innslagi fyrir RÚV.RÚVLee viðurkennir að hann sé kominn með Eurovision-bakteríuna, „big time“ eins og hann kemst að orði. Hann hafi hlaðið niður lagalista með Eurovision lögunum í morgun. „Ég hlustaði á hann í sturtunni,“ segir Lee sem er enskur en verið með annan fótinn í leikhúslífinu á Íslandi undanfarin misseri. „Ég er fallinn fyrir pólska laginu. Ég veit ekki alveg hvað það er við lagið en eitthvað í því talar til mín. Ég hef enga hugmynd um hvers vegna því lagið er klikkað, en ég kann að meta það,“ segir Lee. Lagið sé þó ekki í öðru sæti hjá honum yfir lögin í Eurovision. „Nei, Ísland er lagið mitt númer eitt upp í tíu en ef ég ætti að nefna eitthvað lag í viðbót væri það pólska lagið.“Pólska lagið má heyra hér að neðan en það er fjórða á svið í kvöld. Eurovision Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira
Lee Proud, danshöfundur íslenska atriðsins í Eurovision sem Hatari flytur, var í meira lagi í góðum gír þegar blaðamaður ræddi við hann rétt fyrir brottför af hóteli íslenska hópsins í Tel Aviv í dag. Hann hefur góða tilfinningu fyrir deginum og kvöldinu. „Miðað við hvernig gekk í gær þá er tilfinning mín sú að við erum algjörlega tilbúin. Allir eru á sömu blaðsíðu, náðu að sofa vel og hvíla sig. Þetta er í höndum kjósenda en við höfum gert okkar besta. Ég verð stoltur hvernig sem fer.“ Dómararennslið fór fram í keppnishöllinni í gær en atkvæði þeirra gilda til jafns við símakosninguna í kvöld. Þótti rennslið í gær takast nokkuð vel og segir Lee engar breytingar verða gerðar á atriðinu frá því sem var í gær.Ástrós Guðjónsdóttir dansari er klár í slaginn eins og restin af Hataragenginu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Við leggjum bara áherslu á að halda bandinu afslöppuðu og einbeittu á verkefnið sem þau eru komin hingað til að gera.“ Þegar blaðamaður ræddi við Lee voru níu klukkustundir í að flautað yrði til leiks á fyrra undanúrslitakvöldinu, klukkan 19 að íslenskum tíma. Hann á von á að tímnin verði lengi að líða í dag. „Þetta verða langar níu klukkustundir og okkur mun vafalítið finnast þetta lengstu níu klukkustundir í lífi okkar. Það er nóg að gera. Mæta í keppnishöllina, gera bandið tilbúið, svo er síðdegisæfing og stóra kvöldið.“ Spennan er mjög mikil að sögn danssérfræðingsins. „Við erum öll mjög spennt og það eru miklar tilfinningar í spilinu. Það er svo mikil ást í liðinu og í öllum íslenska hópnum. Okkur í atriðinu líður einstaklega vel. Allir svo stoltir og ég held við höfum náð því sem við komum til að gera.“Lee Proud í gimpgalla á göngu í Tel Aviv á dögunum. Um var að ræða upptöku á innslagi fyrir RÚV.RÚVLee viðurkennir að hann sé kominn með Eurovision-bakteríuna, „big time“ eins og hann kemst að orði. Hann hafi hlaðið niður lagalista með Eurovision lögunum í morgun. „Ég hlustaði á hann í sturtunni,“ segir Lee sem er enskur en verið með annan fótinn í leikhúslífinu á Íslandi undanfarin misseri. „Ég er fallinn fyrir pólska laginu. Ég veit ekki alveg hvað það er við lagið en eitthvað í því talar til mín. Ég hef enga hugmynd um hvers vegna því lagið er klikkað, en ég kann að meta það,“ segir Lee. Lagið sé þó ekki í öðru sæti hjá honum yfir lögin í Eurovision. „Nei, Ísland er lagið mitt númer eitt upp í tíu en ef ég ætti að nefna eitthvað lag í viðbót væri það pólska lagið.“Pólska lagið má heyra hér að neðan en það er fjórða á svið í kvöld.
Eurovision Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Kossaflens á klúbbnum Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Fleiri fréttir „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Sjá meira
Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. 14. maí 2019 11:30