Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:15 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira