Veita fyrirtækjum aðhald svo launahækkanir fari ekki út í verðlag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 14:09 Drífa Snædal, forseti ASÍ, vill aukna umræðu um verðlag og að fylgst verði vel með því í kjölfar launahækkanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira