Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 20:00 Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Veiga Grétarsdóttir, fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið, hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek, Veiga lagði af stað klukkan tíu í morgun frá bryggjunni á Ísafirði og var stefnan tekin á Ingjaldssand. Henni verður fylgt fyrsta spölinn en annars mun hún róa ein næstu tvo, þrjá eða jafnvel fjóra mánuðina, allt eftir því hversu gott verður í sjóinn. Hún er vel búin, með útilegubúnað, góðan þurrgalla, úrvals tjald og svefnpoka. „Ég er búin að vera að undirbúa mig í heilt ár, róa og fara í ræktina, eins fara í útilegum, róa í slæmu veðri, miklum vindi og öldum. Þannig að ég æfi mig í öllum aðstæðum.“ Veiga er að láta gamlan draum rætast með ferðinni en ætlar sér líka að láta gott af sér leiða. „Ég ætla að safna áheitum fyrir Pieta í leiðinni sem er að sinna forvörnum fyrir sjálfsvígstilraunir. Svo ætla ég að halda átta fyrirlestra á átta stöðum um landið. Þar mun ég segja mína sögu í gegnum kynleiðréttingaferlið, bæði súrt og sætt. Fyrsti fyrirlesturinn verður á Patreksfirði á fimmtudaginn. Ég vona bara að ég sjái sem flesta og fólk sjái sér fært að styrkja Pieta í leiðinni,“ segir Veiga. Eftir viðkomu á Patreksfirði stoppar Veiga næst á Stykkishólmi, svo Akranesi og svo áfram rangsælis hringinn í kringum landið - á móti straumnum. „Ég er fyrsta manneskjan til að fara rangsælis. Þetta er táknrænt á margan hátt því að ég er búin að vera á móti straum alla ævi. Sigla á móti straum.“ Hægt verður að fylgjast með hringferðinni á vefsíðu Veigu: veiga.is og hægt er að heita á hana með því að leggja inn á styrktarreikning: 301-13-305038, kt: 410416-0690 eða hringja í styrktarnúmerin: 901 7111 –1.000, kr. | 901 7113 – 3.000, | 901 7115 – 5.000, kr.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira