Sýrlenskir flóttamenn á leið á Hvammstanga Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 14. maí 2019 21:18 Tuttugu og þrír sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag, tíu fullorðnir og þrettán börn, og kemur annar eins fjöldi til landsins á morgun. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár en flytur nú á Hvammstanga og Blönduós. Hópurinn sem kom í dag, kom við á veitingastað í Grafarvogi áður en haldið var áfram til Hvammstanga. Ferð flóttafólksins til Íslands gekk eftir áætlun að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu. Þau lögðu af stað frá Beirút í Líbanon klukkan fjögur í morgun og flugu í gegnum Tyrkland og Finnland. Íslensk stjórnvöld taka á móti 75 flóttamönnum á þessu ári. Tuttugu Sýrlendingar til viðbótar koma á morgun en sá hópur fer til Blönduóss. Í september koma fleiri hópar sem setjast að á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og fleiri sveitarfélögum. „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar. Það er ávallt erfitt að þurfa að yfirgefa landið sitt og þau eru búin að vera núna í tæp fimm ár í Líbanon en vilja mjög gjarnan eiga framtíð fyrir börnin sín og þetta er tækifæri sem þau fá. Þetta er auðvitað kannski nýr kafli í lífi þeirra. Það er margt auðvitað spennandi en auðvitað eru þau einnig kvíðin. Þetta tekur sinn tíma að setjast að í nýju samfélagi,“ sagði Linda Rós í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Tuttugu og þrír sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag, tíu fullorðnir og þrettán börn, og kemur annar eins fjöldi til landsins á morgun. Fólkið hefur dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon undanfarin ár en flytur nú á Hvammstanga og Blönduós. Hópurinn sem kom í dag, kom við á veitingastað í Grafarvogi áður en haldið var áfram til Hvammstanga. Ferð flóttafólksins til Íslands gekk eftir áætlun að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu. Þau lögðu af stað frá Beirút í Líbanon klukkan fjögur í morgun og flugu í gegnum Tyrkland og Finnland. Íslensk stjórnvöld taka á móti 75 flóttamönnum á þessu ári. Tuttugu Sýrlendingar til viðbótar koma á morgun en sá hópur fer til Blönduóss. Í september koma fleiri hópar sem setjast að á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og fleiri sveitarfélögum. „Það eru örugglega mjög blendnar tilfinningar. Það er ávallt erfitt að þurfa að yfirgefa landið sitt og þau eru búin að vera núna í tæp fimm ár í Líbanon en vilja mjög gjarnan eiga framtíð fyrir börnin sín og þetta er tækifæri sem þau fá. Þetta er auðvitað kannski nýr kafli í lífi þeirra. Það er margt auðvitað spennandi en auðvitað eru þau einnig kvíðin. Þetta tekur sinn tíma að setjast að í nýju samfélagi,“ sagði Linda Rós í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira