Woods kærður vegna andláts starfsmanns hans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 06:00 Tiger vann Masters mótið í síðasta mánuði vísir/getty Undirbúningur Tiger Woods fyrir PGA meistaramótið fékk ekki að ganga eins og best var á kosið því hann var kærður í vikunni vegna andláts starfsmanns veitingastaðar í eigu Woods. Nicholas Immesberger var barþjónn á The Woods Jupiter veitingastaðnum í Flórída, veitingastað í eigu kylfingsins. Hann lést í bílslysi í desember síðastliðnum og var áfengismagn í blóði hans þrefalt leyfilegt magn. Fjölskylda Immesberger hefur kært Woods og kærustu hans Erica Herman, sem er framkvæmdarstjóri veitingastaðarins, fyrir að færa starfsmanni þeirra áfenga drykki og leyfa honum síðan að keyra heim. Woods er sagður hafa sjálfur borið áfengi í Immesberger, en þó mun hann ekki hafa verið á staðnum þetta kvöld samkvæmt frétt Sky Sports. Lögfræðingar fjölskyldu Immesberger segja Woods og Herman hafa átt að gera meira til þess að hindra Immesberger frá því að setjast undir stýri. Þá er Woods einnig sakaður um að eyðileggja sönnunargögn, myndband sem sýndi Immesberger við drykkju í þrjá tíma áður en slysið átti sér stað. Fjölskylda Immeseberger vill fá yfir 15 þúsund dollara í sárabætur, sem og allan tilfallandi kostnað við lögsóknina. Woods er að undirbúa sig fyrir annað risamót ársins, PGA meistaramótið, og var hann spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir mótið í gær. „Við erum öll mjög sorgmædd yfir því að Nick hafi fallið frá. Þetta var hræðilegt kvöld með hræðilegan endi og við finnum til með fjölskyldu hans,“ hafði Woods að segja um málið. Bandaríkin Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Undirbúningur Tiger Woods fyrir PGA meistaramótið fékk ekki að ganga eins og best var á kosið því hann var kærður í vikunni vegna andláts starfsmanns veitingastaðar í eigu Woods. Nicholas Immesberger var barþjónn á The Woods Jupiter veitingastaðnum í Flórída, veitingastað í eigu kylfingsins. Hann lést í bílslysi í desember síðastliðnum og var áfengismagn í blóði hans þrefalt leyfilegt magn. Fjölskylda Immesberger hefur kært Woods og kærustu hans Erica Herman, sem er framkvæmdarstjóri veitingastaðarins, fyrir að færa starfsmanni þeirra áfenga drykki og leyfa honum síðan að keyra heim. Woods er sagður hafa sjálfur borið áfengi í Immesberger, en þó mun hann ekki hafa verið á staðnum þetta kvöld samkvæmt frétt Sky Sports. Lögfræðingar fjölskyldu Immesberger segja Woods og Herman hafa átt að gera meira til þess að hindra Immesberger frá því að setjast undir stýri. Þá er Woods einnig sakaður um að eyðileggja sönnunargögn, myndband sem sýndi Immesberger við drykkju í þrjá tíma áður en slysið átti sér stað. Fjölskylda Immeseberger vill fá yfir 15 þúsund dollara í sárabætur, sem og allan tilfallandi kostnað við lögsóknina. Woods er að undirbúa sig fyrir annað risamót ársins, PGA meistaramótið, og var hann spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir mótið í gær. „Við erum öll mjög sorgmædd yfir því að Nick hafi fallið frá. Þetta var hræðilegt kvöld með hræðilegan endi og við finnum til með fjölskyldu hans,“ hafði Woods að segja um málið.
Bandaríkin Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira