Við viljum vanda okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:45 Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og bærinn fékk sýrlenskan kokk til að sjá um veislu, að sögn Guðrúnar Margrétar. Fréttablaðið/Anton Brink Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkurflugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópurinn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verkefnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálfboðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjarstjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti flóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljóshært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur flóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt flóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudaginn fyrir flóttafólkið, sjálfboðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bærinn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún flugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“ Árborg Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkurflugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópurinn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verkefnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálfboðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjarstjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti flóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljóshært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur flóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt flóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudaginn fyrir flóttafólkið, sjálfboðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bærinn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún flugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“