Fékk strax góða tilfinningu fyrir bænum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:15 "Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi.“ Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utanveltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir fjölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verður svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast fleiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félagsráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skólanum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labbað í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf flutti Liljana til Íslands frá Makedóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægilegur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sumarið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“ Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga. „Þetta eru fimm fjölskyldur, samtals 23 manneskjur, tíu fullorðnar og þrettán börn á aldrinum 0 til 10 ára. Elstur er 39 ára karlmaður, hitt fólkið er undir 31 árs aldri og allt að koma frá Líbanon. Ég veit ekki hversu lengi það dvaldi þar, það eru þrjú til fimm ár. Þar bjó það við mjög kröpp kjör og í lélegu húsnæði, var án atvinnu og hafði ekkert hlutverk í samfélaginu, var bara utanveltu, eins og það væri ekki til.“ Liljana segir fjölskyldurnar hafa fengið gott húsnæði á Hvammstanga. „Fólk hér var tilbúið til að leigja íbúðir sem það átti en hafði ekki verið með á almennum leigumarkaði. Í haust verður svo byggð hér blokk og líka raðhús, þannig að það opnast fleiri möguleikar ef fólkið vill skipta.“ Hún talar við nýju íbúana með hjálp túlks. „Sumir tala ensku en við erum með þrjá túlka sem hjálpa okkur þessa fyrstu daga og einn þeirra verður með okkur næstu sex mánuði. Hann er félagsráðgjafi og verður með samfélagsfræðslu fyrir hópinn. Svo verður dagskrá í skólanum fyrir sýrlensku börnin í sumar og þau ættu að geta byrjað nám þar í haust. Börnin eru svo örugg hér, þau geta labbað í skólann, enda fékk fólkið strax góða tilfinningu fyrir bænum okkar og virðist mjög ánægt. Það geislar alveg og finnst það komið heim, sem er yndislegt.“ Sjálf flutti Liljana til Íslands frá Makedóníu fyrir tíu árum. Hún hefur lokið hjúkrunarnámi við Háskólann á Akureyri og er í meistaranámi. „Lokaverkefni mitt mun fjalla um sálræna líðan flóttabarna á Íslandi,“ segir hún og heldur áfram: „Ég er gift Íslendingi og við búum hér á Hvammstanga. Þetta er þægilegur staður að aðlagast og ég vona að nýju íbúunum gangi það vel. Það er líka góður tími fyrir þá að koma núna, sumarið fram undan og þá er fólk meira úti við svo það verður auðveldara fyrir þá og heimafólk að kynnast.“
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira