Þingmenn Miðflokksins töluðu um þriðja orkupakkann í alla nótt Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 06:11 Sigmundur Davíð í pontu nú í morgunsárið. Þingmenn Miðflokksins stóðu í málþófi í alla nótt í annarri umræðu um þriðja orkupakkann svokallaða. Umræðan um þessa tilteknu þingsályktunartillögu hófst upprunalega á þriðjudaginn og var haldið áfram í gær. Nú stóð hún yfir í alla nótt og hafa þingmenn Miðflokksins skipst á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. Til marks um það má benda á mælendaskrá Alþingis klukkan 6:10. Þá var Birgir Þórarinsson í pontu og á eftir honum á skránni voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Jón Þór Þorvaldsson, Birgir Þórarinsson svar svo aftur á mælendaskrá og á eftir honum var Karl Gauti Hjaltason. Allir eru þingmenn Miðflokksins. Þingfundinum lauk klukkan 6:18 þegar umræðunni um tillöguna var frestað. Tillagan var afgreidd úr utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn og kvörtuðu þingmenn Miðflokksins þá yfir meðferð málsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þó að nefndin hefði unnið vel að málinu og fengið til sín fjölda gesta. „Við höfum að mínu mati náð að svara öllum þeim spurningum og vangaveltum sem hafa komið upp vegna málsins,“ sagði hún við fréttastofu á dögunum. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. 15. maí 2019 12:00 Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. 13. maí 2019 18:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. 13. maí 2019 18:30 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. 11. maí 2019 16:28 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins stóðu í málþófi í alla nótt í annarri umræðu um þriðja orkupakkann svokallaða. Umræðan um þessa tilteknu þingsályktunartillögu hófst upprunalega á þriðjudaginn og var haldið áfram í gær. Nú stóð hún yfir í alla nótt og hafa þingmenn Miðflokksins skipst á því að stíga í pontu og svara ræðum hvors annars. Til marks um það má benda á mælendaskrá Alþingis klukkan 6:10. Þá var Birgir Þórarinsson í pontu og á eftir honum á skránni voru þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Jón Þór Þorvaldsson, Birgir Þórarinsson svar svo aftur á mælendaskrá og á eftir honum var Karl Gauti Hjaltason. Allir eru þingmenn Miðflokksins. Þingfundinum lauk klukkan 6:18 þegar umræðunni um tillöguna var frestað. Tillagan var afgreidd úr utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn og kvörtuðu þingmenn Miðflokksins þá yfir meðferð málsins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þó að nefndin hefði unnið vel að málinu og fengið til sín fjölda gesta. „Við höfum að mínu mati náð að svara öllum þeim spurningum og vangaveltum sem hafa komið upp vegna málsins,“ sagði hún við fréttastofu á dögunum.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. 15. maí 2019 12:00 Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. 13. maí 2019 18:30 Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30 Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. 13. maí 2019 18:30 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. 11. maí 2019 16:28 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum. 15. maí 2019 12:00
Gunnar Bragi hafði alla helgina til að skrifa minnihlutaálit Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekkert hæft í þeirri staðhæfingu Miðflokksmanna að málsmeðferð utanríkismálanefndar vegna þriðja orkupakkans hafi verið óboðleg. Logi hrósar formanni nefndarinnar fyrir fagleg vinnubrögð. 13. maí 2019 18:30
Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér. 11. maí 2019 07:30
Nýmæli að Ísland fái áheyrn hjá stofnunum Evrópusambandsins Áheyrn Íslands hjá miðlægri stofnun Evrópusambandsins á sviði orkumála, sem getur tekið bindandi ákvarðanir fyrir aðildarríki sambandsins, er til að tryggja að ekki verði röskun á tveggja stoða kerfi EES-samningsins, að sögn Birgis Tjörva Péturssonar sem vann álitsgerð um þriðja orkupakkann. 13. maí 2019 18:30
Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00
Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi. 11. maí 2019 16:28