Bíó og sjónvarp

Stikla úr Flórídafanganum: „Þú hefur tortímt okkur“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Málið er töluvert flóknara en virðist við fyrstu sýn. Farið er ítarlega í atburðarásina í þáttaröðinni og rætt við fjölda fólks sem kom að málinu.
Málið er töluvert flóknara en virðist við fyrstu sýn. Farið er ítarlega í atburðarásina í þáttaröðinni og rætt við fjölda fólks sem kom að málinu.
Næstkomandi sunnudagskvöld hefur göngu sína á Stöð 2 þátturinn Flórídafanginn. Í þættinum er fjallað um Magna Böðvar Þorvaldsson sem hlaut 20 ára fangelsisdóm í Flórída í fyrra fyrir að myrða Sherry Prather árið 2012.

 

Seinast sást til Prather þann 12. október 2012. Í kjölfarið hófst að henni mikil leit sem stóð yfir í rúman mánuð. Í nóvember 2012 fékk lögregla upplýsingar um líkfund við Braddock Road og Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather.

Magni var svo handtekinn í nóvember 2016 og dæmdur í fangelsi árið 2018 en hann játaði að hafa myrt Prather.

Þáttaröðin sem hefst á sunnudagskvöld er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp í Flórída og fjalla um morðmálið sjálft sem mikið var fjallað um hér á landi.

Málið er töluvert flóknara en virðist við fyrstu sýn. Farið er ítarlega í atburðarásina í þáttaröðinni og rætt við fjölda fólks sem kom að málinu.

Hér fyrir neðan má sjá nýtt brot úr þáttunum.




Tengdar fréttir

Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð

Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu.

Magni játar að hafa myrt Sherry

Dómstóll í Jacksonville í Flórída hefur dæmt Magna Böðvar Þorvaldsson í 20 ára fangelsi eftir að hann játaði að hafa myrt Sherry Prather árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×