Í Júrógarðinum í dag verður rætt við þau Selmu Björnsdóttur og Friðrik Ómar sem hafa verið síðustu daga hér í Tel Aviv. Bæði komu þau fram eitt kvöldið á Euro Café og gerðu allt vitlaust.
Selma Björns tók þátt í Eurovision í Ísrael fyrir tuttugu árum og hafnaði þá í öðru sæti með laginu All Out Of Luck. Selma er í raun stórstjarna hér í Eurovision-heiminum og hefur hún þurft að taka ófáar sjálfur með aðdáendum sínum. Friðrik Ómar er einnig þekktur í þessum heimi og á fjölmarga aðdáendur.
Selma lenti í skondnu atviki á þriðjudagskvöldið þegar hún endaði með tveimur þýskum mönnum í leigubíl. Annar þeirra varð spenntur þegar hann vissi að hún væri íslensk og sagðist gjörsamlega elska lagið All Out Of Luck. Hann áttaði sig ekki á því að hann væri í leigubíl með konunni sem söng lagið og fraus þegar Selma útskýrði það fyrir honum.
Selma og Friðrik Ómar spá í spilin fyrir framhaldið hjá Hatara.
Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.