Óvissunni um Madonnu loksins eytt Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 12:42 Madonna mun flytja lögin Like a Prayer og Future en kostnaðurinn við að fá hana er sagður nema einni milljón dollara. Vísir/Getty Eftir viðræður mánuðum saman liggur loks ljóst fyrir að Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn í Tel Aviv. The Jerusalem Post greinir frá því að Madonna hafi skrifað undir samning þess efnis í morgun. Söngkonan mun hafa komið til Tel Aviv seint á þriðjudagskvöld og lenti upp á kant við skipuleggjendur vegna þess að æfingar áttu að fara fram í höllinni án þess að skrifað hefði verið undir. Madonna æfði í keppnishöllinni í gær og hefur nú samþykkt að koma fram samkvæmt miðlum hér ytra. Von er á tilkynningu frá EBU, Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Madonna æfði aftur í Expo Tel Aviv höllinni í morgun. Líkt og í gær æfði Madonna fyrir luktum dyrum og vakti það athygli margra í höllinni hve mjög aðgangur var skyndilega hertur og öryggisgæsla aukinn. Töldu margir líklegt að Madonna væri að æfa sem nú hefur verið staðfest. Ekki liggur fullkomlega fyrir hvað Madonnu og EBU hefur greint á um. Blaðamaður Jerusalem Post telur greiðslur fyrir laugardagskvöldið ekki vandamálið þar sem milljarðamæringurinn Sylvan Adams greiðir þann kostnað úr eigin vasa. Aðrir miðlar hafa gert að því skóna að deilur EBU og Madonnu snúist frekar um höfundaréttarmál eða pólitísk skilaboð í atriði hennar. Madonna hefur verið iðinn við að birta myndir og myndbönd af sér á Instagram undanfarna tvo daga í fullum skrúða. Reiknað er með að Madonna komi fram á laugardagskvöldið á meðan símakosningunni stendur. Reiknað er með að hún taki lögin Like a Prayer og Future. Rapparinn Quavo úr tríóinu Migos, sem vann með Madonnu að gerð Future, mun koma fram með henni. Quavo heldur einmitt tónleika í Tel Aviv í kvöld sem uppselt er á. Eurovision Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Eftir viðræður mánuðum saman liggur loks ljóst fyrir að Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn í Tel Aviv. The Jerusalem Post greinir frá því að Madonna hafi skrifað undir samning þess efnis í morgun. Söngkonan mun hafa komið til Tel Aviv seint á þriðjudagskvöld og lenti upp á kant við skipuleggjendur vegna þess að æfingar áttu að fara fram í höllinni án þess að skrifað hefði verið undir. Madonna æfði í keppnishöllinni í gær og hefur nú samþykkt að koma fram samkvæmt miðlum hér ytra. Von er á tilkynningu frá EBU, Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Madonna æfði aftur í Expo Tel Aviv höllinni í morgun. Líkt og í gær æfði Madonna fyrir luktum dyrum og vakti það athygli margra í höllinni hve mjög aðgangur var skyndilega hertur og öryggisgæsla aukinn. Töldu margir líklegt að Madonna væri að æfa sem nú hefur verið staðfest. Ekki liggur fullkomlega fyrir hvað Madonnu og EBU hefur greint á um. Blaðamaður Jerusalem Post telur greiðslur fyrir laugardagskvöldið ekki vandamálið þar sem milljarðamæringurinn Sylvan Adams greiðir þann kostnað úr eigin vasa. Aðrir miðlar hafa gert að því skóna að deilur EBU og Madonnu snúist frekar um höfundaréttarmál eða pólitísk skilaboð í atriði hennar. Madonna hefur verið iðinn við að birta myndir og myndbönd af sér á Instagram undanfarna tvo daga í fullum skrúða. Reiknað er með að Madonna komi fram á laugardagskvöldið á meðan símakosningunni stendur. Reiknað er með að hún taki lögin Like a Prayer og Future. Rapparinn Quavo úr tríóinu Migos, sem vann með Madonnu að gerð Future, mun koma fram með henni. Quavo heldur einmitt tónleika í Tel Aviv í kvöld sem uppselt er á.
Eurovision Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira