Baldur um að hafa verið kallaður gyðingahatari: Héldu líklega að ég væri stórhættulegur Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 20:00 Dvöl íslenska hópsins hefur að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig í Tel Aviv en það eru alls ekki allir heimamenn hrifnir af framlagi Hatara og okkar Íslendinga í Eurovsion í ár. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálfræði, er hér í Tel Aviv með íslenska Eurovisionhópnum og lenti hann í þeirri óheppilegri lífsreynslu í vikunni að vera kallaður gyðingahatari á almannafæri. „Það er svona einstaka aðili sem missir sig í þessu pólitíska andrúmslofti sem keppnin er haldin í. Bæði heima á Íslandi og hérna,“ segir Baldur „Það er nokkuð hörð gagnrýni og stundum notuð sterk lýsingarorð heima í garð okkar sem eru fylgjandi því að taka þátt í þessari keppni og þetta á sér einnig stað hérna. Ég held að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða á ummælum Hatara um stefnu ísraelskra stjórnvalda í garð Palestínu sem sumir Ísraelar, alls ekki allir, sem líta á þetta andgyðinglegan áróðir og þeir taka okkur ekki eins fagnandi eins og hinir,“ segir Baldur og bætir við: „Ég lenti í því í fyrradag á götu hér í Ísrael að gangandi vegfarandi komst að því hvaðan ég væri og það var bara öskra gyðingahatari, gyðingahatari og aðrir vegfarendur litu upp og hugsuðu líklega hvaða stórhættulegi og furðulegi maður væri þarna á ferð. Ég kom mér bara í rólegheitunum í burtu,“ segir Baldur og bætir við að þetta hafi verið óþægileg tilfinning.Annað kvöld keppir Ísland í fyrsta sinn á lokakvöldi Eurovision síðan 2014.nordicphotos/gettyMikið hefur verið rætt og ritað um íslenska atriðið í fjölmiðlum um alla Evrópu og vilja flestir meina að atriði sé hápólitískt. Baldur segir aftur á móti að keppnin hafi alltaf í grunninn verið mjög pólitísk.Eurovision hápólitísk keppni „Boðskapurinn er friðarboðskapur, samvinna og fjölbreytileiki og á þeim grundvelli er keppnin hápólitísk og það er í raun bara ákveðin pólitík sem má boða. Það má ekki vera með mjög sértæka gangrýni sem felur í sér andúð á tilsettum ríkjum eða í garð tiltekins atburðar. Það sem er verið að gera með Eurovision er að það er verið að reyna búa til rými sem tekur okkur í rauninni úr þessu dægurþrasi og átakastjórnmálum og búa til rými þar sem við fókuserum á það sem við eigum sameiginlegt, en ekki það sem sundrar okkur. Ég held að það sé algjörlega tilraunarinnar virði að taka þátt í þessu.“ Baldur hefur mikið rannsakað og kannað mjúkt vald. „Það sem ég á við um mjúkt vald og Eurovision er að það er þegar ríki nota keppnina til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri, bæði til sinna eigin landsmanna sem og allra annara. Svíþjóð er mjög gott dæmi um þetta. Boðskapur Eurovision á í rauninni mjög vel við hvernig Svíar líta á sjálfan sig og hvernig þeir vilja aðrir í heiminum líti á Svíþjóð.“ Eurovision Tengdar fréttir Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15 Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45 Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00 Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00 Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Dvöl íslenska hópsins hefur að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig í Tel Aviv en það eru alls ekki allir heimamenn hrifnir af framlagi Hatara og okkar Íslendinga í Eurovsion í ár. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálfræði, er hér í Tel Aviv með íslenska Eurovisionhópnum og lenti hann í þeirri óheppilegri lífsreynslu í vikunni að vera kallaður gyðingahatari á almannafæri. „Það er svona einstaka aðili sem missir sig í þessu pólitíska andrúmslofti sem keppnin er haldin í. Bæði heima á Íslandi og hérna,“ segir Baldur „Það er nokkuð hörð gagnrýni og stundum notuð sterk lýsingarorð heima í garð okkar sem eru fylgjandi því að taka þátt í þessari keppni og þetta á sér einnig stað hérna. Ég held að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða á ummælum Hatara um stefnu ísraelskra stjórnvalda í garð Palestínu sem sumir Ísraelar, alls ekki allir, sem líta á þetta andgyðinglegan áróðir og þeir taka okkur ekki eins fagnandi eins og hinir,“ segir Baldur og bætir við: „Ég lenti í því í fyrradag á götu hér í Ísrael að gangandi vegfarandi komst að því hvaðan ég væri og það var bara öskra gyðingahatari, gyðingahatari og aðrir vegfarendur litu upp og hugsuðu líklega hvaða stórhættulegi og furðulegi maður væri þarna á ferð. Ég kom mér bara í rólegheitunum í burtu,“ segir Baldur og bætir við að þetta hafi verið óþægileg tilfinning.Annað kvöld keppir Ísland í fyrsta sinn á lokakvöldi Eurovision síðan 2014.nordicphotos/gettyMikið hefur verið rætt og ritað um íslenska atriðið í fjölmiðlum um alla Evrópu og vilja flestir meina að atriði sé hápólitískt. Baldur segir aftur á móti að keppnin hafi alltaf í grunninn verið mjög pólitísk.Eurovision hápólitísk keppni „Boðskapurinn er friðarboðskapur, samvinna og fjölbreytileiki og á þeim grundvelli er keppnin hápólitísk og það er í raun bara ákveðin pólitík sem má boða. Það má ekki vera með mjög sértæka gangrýni sem felur í sér andúð á tilsettum ríkjum eða í garð tiltekins atburðar. Það sem er verið að gera með Eurovision er að það er verið að reyna búa til rými sem tekur okkur í rauninni úr þessu dægurþrasi og átakastjórnmálum og búa til rými þar sem við fókuserum á það sem við eigum sameiginlegt, en ekki það sem sundrar okkur. Ég held að það sé algjörlega tilraunarinnar virði að taka þátt í þessu.“ Baldur hefur mikið rannsakað og kannað mjúkt vald. „Það sem ég á við um mjúkt vald og Eurovision er að það er þegar ríki nota keppnina til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri, bæði til sinna eigin landsmanna sem og allra annara. Svíþjóð er mjög gott dæmi um þetta. Boðskapur Eurovision á í rauninni mjög vel við hvernig Svíar líta á sjálfan sig og hvernig þeir vilja aðrir í heiminum líti á Svíþjóð.“
Eurovision Tengdar fréttir Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15 Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45 Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00 Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00 Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15
Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45
Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00
Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00
Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00