Spenna í loftinu þegar Hatari kvaddi sína nánustu Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 10:30 Klemens og Gísli betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmaður Hatara, fara yfir málin rétt fyrir brottför. Vísir/Kolbeinn Tumi Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag. Eurovision Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag.
Eurovision Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira