Framsóknarkonur fordæma niðurstöðu siðanefndar í ljósi Klaustursmálsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 10:46 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata,. Vísir/vilhelm Landssamband Framsóknarkvenna (LFK) telur niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hafi brotið gegn siðareglum með ummælum sínum bera vott af þöggunartilburðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. „Telur stjórn LFK mikilvægt að veita þingmönnum svigrúm til að orða og veita stjórnsýslulegt aðhald hvað varðar meðferð þingmanna á almannafé líkt og hv. þingmaður gerði og siðanefnd dæmir sem brot á siðareglum,“ segir í tilkynningu. Framsóknarkonur setja niðurstöðu siðanefndar jafnframt í samhengi við „hátterni ákveðinna þingmanna nýverið, þar sem höfð voru meiðandi ummæli um aðra þingmenn“, en gera má ráð fyrir að þar sé átt við þingmennina sem sátu á Klausturbar í nóvember. Hafi siðanefnd ekki talið ástæðu til að beita sér í að fordæma eða dæma þá brotlega gegn siðareglum þingmanna. „Stjórn LFK telur að meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sé ómerkt í stóra samhenginu hvað varðar traust almennings á Alþingi. Álit siðanefndar er að mati LFK frekar til þess fallið að Alþingi bíði frekari álitshnekki en ella.“ Siðanefnd Alþingis taldi Þórhildi Sunnu hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans. Alþingi Framsóknarflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Landssamband Framsóknarkvenna (LFK) telur niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata hafi brotið gegn siðareglum með ummælum sínum bera vott af þöggunartilburðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem LFK sendi frá sér í gærkvöldi. „Telur stjórn LFK mikilvægt að veita þingmönnum svigrúm til að orða og veita stjórnsýslulegt aðhald hvað varðar meðferð þingmanna á almannafé líkt og hv. þingmaður gerði og siðanefnd dæmir sem brot á siðareglum,“ segir í tilkynningu. Framsóknarkonur setja niðurstöðu siðanefndar jafnframt í samhengi við „hátterni ákveðinna þingmanna nýverið, þar sem höfð voru meiðandi ummæli um aðra þingmenn“, en gera má ráð fyrir að þar sé átt við þingmennina sem sátu á Klausturbar í nóvember. Hafi siðanefnd ekki talið ástæðu til að beita sér í að fordæma eða dæma þá brotlega gegn siðareglum þingmanna. „Stjórn LFK telur að meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sé ómerkt í stóra samhenginu hvað varðar traust almennings á Alþingi. Álit siðanefndar er að mati LFK frekar til þess fallið að Alþingi bíði frekari álitshnekki en ella.“ Siðanefnd Alþingis taldi Þórhildi Sunnu hafa brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson og endurgreiðslur sem hann naut frá Alþingi á grundvelli skráninga í akstursdagbók hans.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30 Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15
Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. 17. maí 2019 12:30
Ótrúverðug rök siðanefndar um Björn og Þórhildi Sunnu Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, furðar sig á áliti siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur. Hann segir niðurstöðuna ótrúverðuga. 18. maí 2019 07:00