Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 12:15 Frá björgunaraðgerðum í morgun. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns GK. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt varðskipinu Tý. Togarinn Múlaberg SI var við rækjuveiðar í 25 sjómílna fjarlægð. Finnur Bernharð Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi, segir að strax hafi veri híft og siglt á vettvang þegar neyðarkall barst frá áhöfn Sóleyjar. Tilkynnt hafi verið um mikinn reyk í vélarrúmi. Rafmagnslaust var um borð í Sóleyju og vél skipsins ekki gangfær. Átta manna áhöfn Sóleyjar var í flotgöllum í brú skipsins. „Við náðum að koma taug á milli skipanna í annarri tilraun, það var svolítil hreyfing á skipunum,“ segir Finnur. Símasambandslaust hefur verið við Sóleyju vegna rafmagnsleysis um borð. „Það brunnu þrjár rafmagnstöflur og eitthvað meira í vélarrúminu. En það er búið að koma vararafstöð frá varðskipi um borð.“Ganga menn þá út frá því að það hafi kviknað í út frá rafmagni? „Já, það eru allar líkur á því að það hafi orðið einhver sprenging í rafmagnstöflunni. Þetta lítur illa út skildist mér á vélstjóranum þeirra.“Varðskipið Týr var sent á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.Mynd/Guðmundur St. ValdimarssonVélstjórinn nýrfarinn þegar eldur kviknaði Finnur segir að áhöfnin sé ómeidd. Vélstjórinn hafi verið nýfarinn úr vélarrúmi þegar eldurinn kviknaði. „Þyrlan tók tvo menn til að létta á hjá þeim, þetta er enginn aðbúnaður um borð í skipi þegar allt er dautt - rafmagnslaust, ljóslaust og allslaust,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. Hann segir að ferðin sækist hægt og býst við að koma til hafnar á Akureyri eftir um sólarhring. Þetta er í þriðja skipti sem eldur kemur upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns sem er í eigu Nesfisks. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins 2015 og 2008. Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns GK. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt varðskipinu Tý. Togarinn Múlaberg SI var við rækjuveiðar í 25 sjómílna fjarlægð. Finnur Bernharð Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi, segir að strax hafi veri híft og siglt á vettvang þegar neyðarkall barst frá áhöfn Sóleyjar. Tilkynnt hafi verið um mikinn reyk í vélarrúmi. Rafmagnslaust var um borð í Sóleyju og vél skipsins ekki gangfær. Átta manna áhöfn Sóleyjar var í flotgöllum í brú skipsins. „Við náðum að koma taug á milli skipanna í annarri tilraun, það var svolítil hreyfing á skipunum,“ segir Finnur. Símasambandslaust hefur verið við Sóleyju vegna rafmagnsleysis um borð. „Það brunnu þrjár rafmagnstöflur og eitthvað meira í vélarrúminu. En það er búið að koma vararafstöð frá varðskipi um borð.“Ganga menn þá út frá því að það hafi kviknað í út frá rafmagni? „Já, það eru allar líkur á því að það hafi orðið einhver sprenging í rafmagnstöflunni. Þetta lítur illa út skildist mér á vélstjóranum þeirra.“Varðskipið Týr var sent á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.Mynd/Guðmundur St. ValdimarssonVélstjórinn nýrfarinn þegar eldur kviknaði Finnur segir að áhöfnin sé ómeidd. Vélstjórinn hafi verið nýfarinn úr vélarrúmi þegar eldurinn kviknaði. „Þyrlan tók tvo menn til að létta á hjá þeim, þetta er enginn aðbúnaður um borð í skipi þegar allt er dautt - rafmagnslaust, ljóslaust og allslaust,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. Hann segir að ferðin sækist hægt og býst við að koma til hafnar á Akureyri eftir um sólarhring. Þetta er í þriðja skipti sem eldur kemur upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns sem er í eigu Nesfisks. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins 2015 og 2008.
Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira