Komin þreyta í íslenska hópinn Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 18:30 Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“ Eurovision Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“
Eurovision Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira