Kúkalabbarnir komu víðar við á hálendinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2019 18:00 Svona var aðkoman í öðrum skálanum. Halldór Hafdal Svo virðist sem þeir aðilar sem skildu eftir sig skít á pallinum við Baldvinsskála, skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi, hafi komið víðar við á hálendinu. Við sögðum frá því í gær að einhverjir höfðu brotist þar inn, gengið skelfilega um og þakkað fyrir sig með því að skíta við útidyrnar. Baldvinsskáli er á Fimmvörðuhálsi en í ljós hefur komið að einnig var búið að brjótast inn í tvo skála til viðbótar á Laugaveginum.Sjá einnig: Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar Ferðafélaginu barst ábending um að skáli félagsins við Álftavatn hefði verið opin þegar göngumenn bar þar að garði og var farið til að skoða aðstæður þar. Einnig var skálinn í Emstrum skoðaður en í ljós kom að búið var að brjótast inn í báða skálana og ganga hræðilega illa um. Þá var skítur skilinn eftir í báðum skálunum. Í Emstrum var skitið við hurðina, eins og í Baldvinsskála, en við Álftavatn hafði verið skitið í klósett sem er í skálanum. Þar var þó ekki sturtað niður. Ekki liggur fyrir hvaða kúkalabbar hafa verið þarna á ferðinni. Hefðbundinn ferðatími er ekki hafinn, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang. Aðstæðurnar í skálunum má sjá á myndunum hér að neðan.Þar sem klósett var til staðar í í skálanum við Álftavatn var kúkað í það en ekki á pallinn.Halldór HafdalKúkur á pallinum í Emstrum.Halldór HafdalHalldór HafdalHalldór HafdalHalldór HafdalHalldór HafdalBúið er að brjótast inn í minnst þrjá skála Ferðafélagsins.Halldór Hafdal Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar Ömurleg aðkoma í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. 17. maí 2019 09:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Svo virðist sem þeir aðilar sem skildu eftir sig skít á pallinum við Baldvinsskála, skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi, hafi komið víðar við á hálendinu. Við sögðum frá því í gær að einhverjir höfðu brotist þar inn, gengið skelfilega um og þakkað fyrir sig með því að skíta við útidyrnar. Baldvinsskáli er á Fimmvörðuhálsi en í ljós hefur komið að einnig var búið að brjótast inn í tvo skála til viðbótar á Laugaveginum.Sjá einnig: Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar Ferðafélaginu barst ábending um að skáli félagsins við Álftavatn hefði verið opin þegar göngumenn bar þar að garði og var farið til að skoða aðstæður þar. Einnig var skálinn í Emstrum skoðaður en í ljós kom að búið var að brjótast inn í báða skálana og ganga hræðilega illa um. Þá var skítur skilinn eftir í báðum skálunum. Í Emstrum var skitið við hurðina, eins og í Baldvinsskála, en við Álftavatn hafði verið skitið í klósett sem er í skálanum. Þar var þó ekki sturtað niður. Ekki liggur fyrir hvaða kúkalabbar hafa verið þarna á ferðinni. Hefðbundinn ferðatími er ekki hafinn, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang. Aðstæðurnar í skálunum má sjá á myndunum hér að neðan.Þar sem klósett var til staðar í í skálanum við Álftavatn var kúkað í það en ekki á pallinn.Halldór HafdalKúkur á pallinum í Emstrum.Halldór HafdalHalldór HafdalHalldór HafdalHalldór HafdalHalldór HafdalBúið er að brjótast inn í minnst þrjá skála Ferðafélagsins.Halldór Hafdal
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar Ömurleg aðkoma í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. 17. maí 2019 09:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar Ömurleg aðkoma í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. 17. maí 2019 09:00