Grótta sótti þrjú stig til Akureyrar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 18:25 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira