Steinunn Ólína um sambúð með Möggu Stínu: „Meiri stuðningur, minna basl jafngildir betri líðan“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 10:46 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Samsett mynd/Anton/Ernir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda, hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Steinunn Ólína rekur ástæður tilhögunarinnar í pistli sem hún birti í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að það sé einföld ástæða fyrir sambúðinni. Þær hafi báðar verið á hinum alræmda leigumarkaði og einstæðar mæður í ofanálag og var ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er svo mannfjandsamlegur að ég held að samyrkjubúskapur af þessu tagi verði brátt þrautalending fyrir einstæða foreldra sem vilja síður gista með börn sín á víðavangi.“ Þrátt fyrir að Steinunn Ólína og Magga Stína hafi upphaflega tekið ákvörðunina í sparnaðarskyni reyndist sambúðin henta þeim báðum afskaplega vel. „Raunar hef ég ekki verið í sambúð með manneskju af sama kyni síðan um tvítugt en það er göldrum líkast. Það er stundum bara búið að elda mata og taka til! Stundum er líka búið að þvo þvott og jafnvel brjóta saman og ganga frá honum!“ skrifar Steinunn Ólína en af myndböndunum að dæma sem hún birtir reglulega af uppátækjum vinkvennanna virðast þær skemmta sér reglulega vel saman og hlæja mikið. Í þessu myndbandi hlusta vinkonurnar af athygli þegar Útvarp Saga opnar fyrir símann og þær gæða sér á morgunmat á meðan. „Ég er að verða fimmtug og þekki því fáa karlmenn sem vita hvernig föt komast hrein í fataskápa. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nútímafólkinu. Það kannski bara étur hör- og bambusfötin sín þegar þau óhreinkast til að menga ekki veröldina með sápunotkun,“ skrifar Steinunn Ólína sem minnist Stefáns Karls Stefánssonar heitins með gamansamri sögu. „Ég held því miður að margir karlmenn, sem búa nú víst heima til þrítugs, trúi því enn að óhrein föt gangi í hægðum sínum inn í þvottavélina og setji hana af stað. Þvotturinn vippi sér svo yfir í þurrkarann eða hengi sig út á snúru og labbi svo að sjálfsögðu samanbrotinn ofan í skúffur og skápa. Ég minnist þess með mildi þegar maðurinn minn heitinn fann uppáhaldsgallabuxurnar sínar í buxnaskúffunni og sagði glaður: „Nei, þessar bara orðnar hreinar!“ Svo knúsaði hann þær innilega eins og til að þakka þeim fyrir ómakið.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Ég kynni hið nýja sambúðarform Nýverið hóf ég sambúð með æskuvinkonu minni. 2. maí 2019 07:00 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona, og Margrét Kristín Blöndal, söngkona og formaður Samtaka leigjenda, hófu nýverið sambúð en þær eru æskuvinkonur. Steinunn Ólína rekur ástæður tilhögunarinnar í pistli sem hún birti í Fréttablaðinu í dag. Hún segir að það sé einföld ástæða fyrir sambúðinni. Þær hafi báðar verið á hinum alræmda leigumarkaði og einstæðar mæður í ofanálag og var ákvörðunin tekin í sparnaðarskyni. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er svo mannfjandsamlegur að ég held að samyrkjubúskapur af þessu tagi verði brátt þrautalending fyrir einstæða foreldra sem vilja síður gista með börn sín á víðavangi.“ Þrátt fyrir að Steinunn Ólína og Magga Stína hafi upphaflega tekið ákvörðunina í sparnaðarskyni reyndist sambúðin henta þeim báðum afskaplega vel. „Raunar hef ég ekki verið í sambúð með manneskju af sama kyni síðan um tvítugt en það er göldrum líkast. Það er stundum bara búið að elda mata og taka til! Stundum er líka búið að þvo þvott og jafnvel brjóta saman og ganga frá honum!“ skrifar Steinunn Ólína en af myndböndunum að dæma sem hún birtir reglulega af uppátækjum vinkvennanna virðast þær skemmta sér reglulega vel saman og hlæja mikið. Í þessu myndbandi hlusta vinkonurnar af athygli þegar Útvarp Saga opnar fyrir símann og þær gæða sér á morgunmat á meðan. „Ég er að verða fimmtug og þekki því fáa karlmenn sem vita hvernig föt komast hrein í fataskápa. Ég veit reyndar ekki hvernig þetta er hjá nútímafólkinu. Það kannski bara étur hör- og bambusfötin sín þegar þau óhreinkast til að menga ekki veröldina með sápunotkun,“ skrifar Steinunn Ólína sem minnist Stefáns Karls Stefánssonar heitins með gamansamri sögu. „Ég held því miður að margir karlmenn, sem búa nú víst heima til þrítugs, trúi því enn að óhrein föt gangi í hægðum sínum inn í þvottavélina og setji hana af stað. Þvotturinn vippi sér svo yfir í þurrkarann eða hengi sig út á snúru og labbi svo að sjálfsögðu samanbrotinn ofan í skúffur og skápa. Ég minnist þess með mildi þegar maðurinn minn heitinn fann uppáhaldsgallabuxurnar sínar í buxnaskúffunni og sagði glaður: „Nei, þessar bara orðnar hreinar!“ Svo knúsaði hann þær innilega eins og til að þakka þeim fyrir ómakið.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ég kynni hið nýja sambúðarform Nýverið hóf ég sambúð með æskuvinkonu minni. 2. maí 2019 07:00 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira