Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2019 12:31 Frá Mehamn, nyrstu byggð Noregs. Nordicphotos/Getty Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira