Akurey í Kollafirði friðlýst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 10:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritar friðlýsinguna á bak umhverfisráðherra. Í baksýn má sjá Akrafjallið og Akranes auk þess sem glittir í Akurey. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samhliða friðlýsingunni undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýsingu um samþykki landeiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Eyjan flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta mikilvæga búsvæði fugla, og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyna. Teymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Unnið er að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar, svæða á náttúruverndaráætlunum og svæða sem eru undir álagi ferðamanna, auk annarra friðlýsinga. „Lundinn er tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. Það er þess vegna brýnt að við verndum búsvæði hans og friðlýsing Akureyjar er liður í því,“ segir Guðmundur Ingi. „Friðlýsingahjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta friðlýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fuglategundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins. Með friðlýsingunni verndum við líka búsvæði teistu og æðar sem einnig eru á válista.“ Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Dýr Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samhliða friðlýsingunni undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýsingu um samþykki landeiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Eyjan flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta mikilvæga búsvæði fugla, og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyna. Teymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Unnið er að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar, svæða á náttúruverndaráætlunum og svæða sem eru undir álagi ferðamanna, auk annarra friðlýsinga. „Lundinn er tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. Það er þess vegna brýnt að við verndum búsvæði hans og friðlýsing Akureyjar er liður í því,“ segir Guðmundur Ingi. „Friðlýsingahjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta friðlýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fuglategundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins. Með friðlýsingunni verndum við líka búsvæði teistu og æðar sem einnig eru á válista.“ Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
Dýr Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira