Segir forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2019 12:24 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir efnahagslegar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára vera brostnar. Á sama tíma sé ekkert unnið í áætluninni á Alþingi því beðið sé nýrrar þjóðhasspár. Hann gagnrýnir einnig þann skamma tíma sem Alþingi sé ætlað til afgreiðslu frumvarps um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði í umræðum um störf þingsins í morgun að verulega mætti bæta vinnubrögð Alþingis þegar kæmi að afgreiðslu stórra mála. Nú lægju fyrir þinginu tvö stór mál. Annars vegar um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hins vegar. „Of ef við horfum á fjármálaáætlunina til að byrja með þá liggur fyrir hið augljós að efnahagslegar forsendur hennar eru brostnar. Við sitjum hér í hlutlausum gír og bíðum eftir nýrri þjóðhagsspá sem á að koma vonandi eftir viku. Til að geta hafið vinnuna við fjármálaáætlun sem við eigum síðan að ljúka á tveimur til þremur vikum samkvæmt starfsáætlun,“ segir Þorsteinn. Ekkert væri verið að vinna í fjármálaáætlun á Alþingi þessa dagana því allir gerðu sér grein fyrir að hún væri innistæðulaus. Það sama væri upp að teningnum varðandi sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. „Hér erum við í fyrsta skipti í tæpa tvo áratugi að snerta á löggjöf um Seðlabanka Íslands, peningastefnuna, eina mikilvægustu efnahagsstofnun landsins og þingið á að fá einhverjar fjórar vikur til að ljúka þeirri vinnu. Mér þykja þetta ekki boðleg vinnubrögð herra forseti,“ segir Þorsteinn.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmMörg stór álitaefni hafi þegar komið upp við yfirferð málsins í efnahags- og viðskiptanefnd. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði fjármálaáætlun hafa verið lagða fram á réttum tíma samkvæmt lögum. Því væri ekki verið að áætla skemmri tíma í afgreiðslu hennar en lög gerðu ráð fyrir. „Það er að vissu leyti rétt hjá háttvirtum þingmanni að ákveðnar forsendur kunna að breytast með breyttri þjóðhagsáætlun. En hins vegar sé ég ekki að það eigi eða geti haft áhrif á gang mála hér í þinginu,“ sagði Birgir. Það væri ástæðulaust að gefa í skyn að afgreiðsla áætlunarinnar væri í einhverjum ólestri núna. Þá hafi frumvarp um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið verið lagt fram í lok mars og mælt fyrir því hinn fyrsta apríl. Þingið hefði því tvo mánuði en ekki einn til að afgreiða málið og það væri þingsins að meta hversu ítarlega yfirferð þyrfti í málinu. „Ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er mikilvægt mál sem verðskuldar mikla athygli og það er auðvitað margt sem er ekki einhlítt í því. En ég held að það sé alveg ástæðulaust að gefa í skyn að hér séu ekki nægjanlega góð vinnubrögð viðhöfð,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira