Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 18:13 Kári og Heimir Óli liggja í gólfinu eftir umrætt atvik vísir/skjáskot Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Aganefnd HSÍ dæmdi Kára Kristján í eins leiks bann þegar hún kom saman í dag, en málsmeðferð er þó ekki lokið því aganefndin kemur aftur saman á morgun þegar félögin hafa haft tíma til þess að senda inn sjónarmið og athugasemdir. Myndband tekið úr stúkunni í Vestmannaeyjum sýnir nýtt sjónarhorn á atvikið sem að mati Kára Kristjáns sannreynir sakleysi hans í málinu og á hann von á því að aganefnd afturkalli bannið. „Það sýnir allt sem segja þarf um máli. Heimir Óli veitist að mér í þessari senu,“ sagði Kári Kristján í samtali við Vísi í dag. „Ég hleyp til baka, Atli Báruson kemur með boltann að mér og ég brýt á Atla smekklega og passa að hann falli ekki beint til jarðar, ég hjálpa honum meira að segja í fallinu. Svo þegar ég stend upp þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ „Ég á þess enga annars kosta völ en að bera hendur fyrir höfði mér þegar hann togar mig niður,“ svo lýsir Kári atvikinu. „Vissulega þá fer höndin í hann, endar eflaust á hausnum á honum, en sökin er hvergi nálægt mín þarna.“Klippa: Nýtt sjónarhorn á brot Kára Eins og áður segir er búið að dæma Kára í eins leiks bann en aganefnd á þó eftir að funda aftur um málið og á ÍBV færi á því að senda inn athugasemdir. Myndbandið mun væntanlega vera á meðal málsgagna sem ÍBV sendir inn, þar sem atvikið kemur mismunandi fyrir sjónir hvort sem er á umræddu myndbandi eða sjónvarpsupptökum. „Ég er fyrstur til að viðurkenna að eins og þetta lítur út frá upptökum Stöð 2 Sport frá leiknum, þá lítur þetta bara ekki vel út fyrir mig. Það lítur út eins og ég hafi bara snappað, ef svo má orði komast, misst stjórn á skapi mínu.“ „Þess vegna er mjög gott, frábært fyrir mig, að þetta myndband sé til og þá sjá allir hvernig sakir liggja.“ „Það er deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli,“ segir Kári. Umrætt myndband má sjá hér fyrir ofan en upptökur frá Stöð 2 Sport eru neðst í fréttinni. Kári segist eiga von á því að aganefnd dragi leikbannið til baka þegar hún fer yfir málið á nýju á morgun. „Mér finndist það lang líklegast. Við fáum að senda inn gögn og þessi gögn eru vægast sagt óyggjandi. Það er mjög gott að aganefndin gefi okkur kost á því að senda inn gögn í þessu máli og þarna kemur sannleikurinn í ljós bersýnilega.“ „Sem er mjög gott, enda á að vera gegnsæi í þessu, og þá vinna allir.“ „Auðvitað getur dómurum yfirsést í hita leiksins, þetta var mjög erfiður leikur að dæma, mikið að gerast og mikið undir, mikill hiti í húsinu og að sjálfsögðu eru dómarar mannlegir og getur yfirsést svona hlutir. Ég ljái þeim það ekkert.“ „Þess vegna er frábært að við getum séð hvernig sakir standi,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Aganefnd fundar á morgun, laugardag, en næsti leikur í einvíginu er á sunnudaginn 5. maí í Schenkerhöllinni að Ásvöllum klukkan 16:00. Eftir sigur ÍBV í Eyjum er staðan í einvíginu jöfn, 1-1.Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira