Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 14:22 Kári Kristján Kristjánsson vísir/vilhelm Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37