Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 14:22 Kári Kristján Kristjánsson vísir/vilhelm Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Sjá meira
Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37