Innlent

„Glæpamávur“ á Suðurnesjum stal veski

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þessi mávur, sem er að öllum líkindum heiðvirður mávur en ekki glæpamávur, tengist fréttinni ekki beint.
Þessi mávur, sem er að öllum líkindum heiðvirður mávur en ekki glæpamávur, tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty
Mávur á flugi með óræðan hlut í gogginum fangaði athygli lögreglumanna við almennt eftirlit á Suðurnesjum í gærkvöldi. Í fyrstu virtist lögreglumönnunum sem mávurinn hefði klófest dýr en þegar betur var að gáð sást að um veski var að ræða.

Var mávinum því veitt eftirför og þegar hann lenti til að skoða feng sinn höfðu lögreglumenn hendur í hári hans – eða fjöðrum, öllu heldur. Í veskinu voru skilríki og var því hægt að hafa samband við eigandann sem hafði séð mávinn fljúga á brott með veskið.

„Eigandinn var himinlifandi með að endurheimta veskið en þessi sannkallaði glæpamávur er nú eftirlýstur hjá lögreglu,“ segir í færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×