Safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 10:36 Hljómsveitin Hatari flytur framlag Íslands í Eurovision í ár. Mynd/Rúv Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga. Gefinn hefur verið út spurningalisti sem safnið hvetur landsmenn eindregið til að svara en spurningarnar lúta m.a. að sjónvarpsútsendingunni sjálfri, Eurovision-partíum og skreytingum. „Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlegan sið. Söngvakeppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eftir ár og mikil stemming myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni,“ segir í tilkynningu um upplýsingasöfnunina á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrst og fremst leitar safnið eftir frásögnum fólks af eigin reynslu. Þá sé spurningaskráin jafnframt liður í þeirri starfsemi Þjóðminjasafnsins að safna upplýsingum um samtímann. Á meðal þess sem Þjóðminjasafnið fýsir að vita um Eurovision-hefðir landsmanna lýtur að áhorfi fyrir keppnina, hvort Íslendingar kynni sér hana vel áður en hún fer fram, hvort haldin séu sérstök Eurovision-partí á heimilinu, hvort farið sé í leiki og hvernig matur sé á boðstólnum á aðalkvöldinu.Hér má nálgast Eurovision-spurningalistann á pdf-formi og hér má finna rafræna spurningaskrá á sarpur.is. Og hér að neðan má sjá íslenska framlag keppninnar í ár, Hatrið mun sigra í flutningi Hatara. Sveitin stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undankvöldi Eurovision eftir slétta viku, þann 14. maí. Eurovision Tengdar fréttir Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20 Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga. Gefinn hefur verið út spurningalisti sem safnið hvetur landsmenn eindregið til að svara en spurningarnar lúta m.a. að sjónvarpsútsendingunni sjálfri, Eurovision-partíum og skreytingum. „Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlegan sið. Söngvakeppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eftir ár og mikil stemming myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni,“ segir í tilkynningu um upplýsingasöfnunina á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrst og fremst leitar safnið eftir frásögnum fólks af eigin reynslu. Þá sé spurningaskráin jafnframt liður í þeirri starfsemi Þjóðminjasafnsins að safna upplýsingum um samtímann. Á meðal þess sem Þjóðminjasafnið fýsir að vita um Eurovision-hefðir landsmanna lýtur að áhorfi fyrir keppnina, hvort Íslendingar kynni sér hana vel áður en hún fer fram, hvort haldin séu sérstök Eurovision-partí á heimilinu, hvort farið sé í leiki og hvernig matur sé á boðstólnum á aðalkvöldinu.Hér má nálgast Eurovision-spurningalistann á pdf-formi og hér má finna rafræna spurningaskrá á sarpur.is. Og hér að neðan má sjá íslenska framlag keppninnar í ár, Hatrið mun sigra í flutningi Hatara. Sveitin stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undankvöldi Eurovision eftir slétta viku, þann 14. maí.
Eurovision Tengdar fréttir Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20 Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20
Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30
Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15