Verðlaunapeningar voru merktir „þroskaheftum“ Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:43 Verðlaunapeningarnir sem merktir voru „þroskaheftum". Aðsend Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“ Akureyri Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“
Akureyri Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira