Stærri bardagahöll í Reykjanesbæ styttir biðlista í bardagaíþróttum Sighvatur Jónsson skrifar 9. maí 2019 11:30 Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“ Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Ný bardagahöll í Reykjanesbæ hefur stytt biðlista í bardagaíþróttum. Í húsinu eru æfingar í Taekwondo, júdó og hnefaleikum. Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. Bardagafélög í Reykjanesbæ hafa fengið stærra hús til umráða en þau höfðu áður. Í 1.200 fermetra húsnæði eru Taekwondo-deild Keflavíkur, júdódeild Njarðvíkur og Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar. „Við erum búin að vera með biðlista hjá krakkahópunum síðustu 2-3 ár, það hafa ekki komist að eins margir og hafa viljað. Þannig að við erum loksins komin í viðeigandi húsnæði. Um leið og við byrjuðum hérna komu 30-40 nýir í fyrstu vikunni,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, yfirþjálfari Taekwondodeildar Keflavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt í Reykjanesbæ. Helgi Rafn segir að samhliða hafi aðsókn aukist í bardagaíþróttir, þær séu mótvægi við vinsælar boltaíþróttir.Ágúst Kristinn Eðvarðsson„Það eru nefnilega ekkert allir sem plumma sig þar. Sumir hafa meiri þörf á því að takast á, einhvers konar aga sem tengist oft við bardagaíþróttirnar. Svo er það einstaklingsíþrótt á móti því að vera í hópíþrótt. Auðvitað viljum við hafa flóruna þannig að það sé eitthvað fyrir alla,“ segir Helgi Rafn. Ágúst Kristinn Eðvarðsson hefur æft Taekwondo frá sex ára aldri. Hann er nýorðinn 18 ára og er að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta heimsmeistaramót fullorðinna. „Ég er búinn að fara á tvö áður, eitt heimsmeistaramót unglinga yngri, eitt heimsmeistaramót unglinga eldri og er nú að fara á stóra sviðið. Ég tel að ég eigi sérstaklega góða möguleika af því að þetta eru aðstæðingar sem ég þekki,“ segir Ágúst Kristinn.Ertu búinn að greina núverandi heimsmeistara alveg í spað?„Ég er búinn að fylgjast með honum frá því að ég var gutti og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera. En ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera.“
Reykjanesbær Taekwondo Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira