Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 10:55 Hatari er umdeildur í Ísrael. Mynd/Rúv Samtök breskra lögfræðinga til stuðnings Ísraelsríkis og bandarísk samtök sem berjast gegn gyðingahatri hafa skrifað Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, bréf þar sem hann er hvattur til að reka hljómsveitina Hatara, íslensku keppendurna í ár, úr keppni. Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau.Hatari hafi brotið gegn „anda og reglum Eurovision“ Samtökin, UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandarísku Simon Wiesenthal-samtök, skrifa undir bréfið en yfirlýsing vegna bréfsins var birt á vefsíðu þeirra síðarnefndu í fyrradag. Þar er greint frá því að bréfið hafi verið sent til Sand til að „koma í veg fyrir að keppnin dagana 14-18. maí í Tel Aviv verði gerð pólitísk“.Sjá einnig: Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Þá segir að UKLFI hafi hvatt til brottreksturs Hatara þar sem hljómsveitin hafi brotið gegn bæði „anda og reglum Eurovision“. Hatari hafi nánar tiltekið brotið reglu keppninnar númer 2.6, þar sem komi skýrt fram að Eurovision skuli vera ópólitísk keppni. Í bréfinu segir einnig að Hatari hafi gert það ljóst að sveitin sé andstæðingur ísraelskra stjórnvölda. Texti lagsins „Hatrið mun sigra“ feli jafnframt í sér mótmæli gegn kapítalisma og þar með taki hljómsveitin pólitíska afstöðu. Auk þess sé textinn and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Auk Sand hafi Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, Jean-Paul Philippot forseti sambandsins og framkvæmdastjórinn Noel Curran fengið bréfið þar sem brottreksturs Hatara er krafist.Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, ásamt Nettu, ísraelska sigurvegara keppninnar í fyrra.Vísir/GettyBendir á „árásir“ á söngvakeppnina Þá bendir Shimon Samuels, yfirmaður alþjóðatengsla hjá Simon Wiesenthal-samtökunum, á „röð árása“ á söngvakeppnina síðan Ísrael sigraði keppnina í Lissabon í fyrra. Þar er m.a. vísað í kröfu nokkurra evrópskra listamanna um sniðgöngu keppninnar í ár og ummæli tónlistarmannsins Roger Waters, sem kallaði eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva héldi keppnina í öðru landi en Ísrael, auk áðurnefndrar þátttöku Hatara.Simon Wiesenthal-samtökin voru stofnuð árið 1977 og er markmið þeirra að berjast gegn gyðingahatri, að því er segir á heimasíðu samtakanna. Samtökin eru yfirlýst hliðholl Ísraelsríki og starfa náið með fyrirtækjum og ríkisstofnunum í Bandaríkjunum til að bera út boðskap sinn. Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt hina palestínsku BDS-hreyfingu, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum. Þá börðust samtökin gegn byggingu Park51, félagsmiðstöðvar fyrir múslima, í grennd við Ground Zero í New York, þar sem árásin á Tvíburaturnana var gerð árið 2001. Augljóst markmið taki bitið úr gagnrýninni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, segir í samtali við Vísi að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið sé greinilega spurning um hagsmuni.Hataramenn við kökubakstur. Matthías sést lengst til hægri á mynd.visir/vilhelm„Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ segir Matthías.Starfshópur þvert á ráðuneyti Hataramenn hafa vakið mikla athygli í Ísrael og víðar vegna þátttöku sinnar í keppninni. Þeir hafa gagnrýnt Ísrael opinberlega, m.a. í viðtali við Stundina í febrúar, en þar sögðust þeir vilja nýta dagskrárvaldið í Eurovision til að gagnrýna stefnu ísraelskra stjórnvalda í utanríkismálum, einkum vegna framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum. Hatarar hafa á móti verið gagnrýndir í Ísrael. Þannig kölluðu Shurat HaDin, umdeild samtök sem segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael, eftir því að innanríkisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að hljómsveitin fái að koma fram í Eurovision. Í mars kom svo ísraelska innanríkisráðuneytið á fót starfshóp, þvert á ráðuneyti, sem ætlað var að skoða hvernig taka ætti fyrir mögulegt andóf gegn Ísrael í Eurovision, sérstaklega í ljósi þátttöku Hatara í keppninni. Eurovision Tengdar fréttir Búið að greina frá því hvenær Hatari fer á sviðið í Tel Aviv Nú er búið að greina frá því númer hvað Hatari fer á svið á fyrra undankvöldinu í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv. 2. apríl 2019 14:30 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Samtök breskra lögfræðinga til stuðnings Ísraelsríkis og bandarísk samtök sem berjast gegn gyðingahatri hafa skrifað Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, bréf þar sem hann er hvattur til að reka hljómsveitina Hatara, íslensku keppendurna í ár, úr keppni. Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau.Hatari hafi brotið gegn „anda og reglum Eurovision“ Samtökin, UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandarísku Simon Wiesenthal-samtök, skrifa undir bréfið en yfirlýsing vegna bréfsins var birt á vefsíðu þeirra síðarnefndu í fyrradag. Þar er greint frá því að bréfið hafi verið sent til Sand til að „koma í veg fyrir að keppnin dagana 14-18. maí í Tel Aviv verði gerð pólitísk“.Sjá einnig: Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Þá segir að UKLFI hafi hvatt til brottreksturs Hatara þar sem hljómsveitin hafi brotið gegn bæði „anda og reglum Eurovision“. Hatari hafi nánar tiltekið brotið reglu keppninnar númer 2.6, þar sem komi skýrt fram að Eurovision skuli vera ópólitísk keppni. Í bréfinu segir einnig að Hatari hafi gert það ljóst að sveitin sé andstæðingur ísraelskra stjórnvölda. Texti lagsins „Hatrið mun sigra“ feli jafnframt í sér mótmæli gegn kapítalisma og þar með taki hljómsveitin pólitíska afstöðu. Auk þess sé textinn and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Auk Sand hafi Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, Jean-Paul Philippot forseti sambandsins og framkvæmdastjórinn Noel Curran fengið bréfið þar sem brottreksturs Hatara er krafist.Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, ásamt Nettu, ísraelska sigurvegara keppninnar í fyrra.Vísir/GettyBendir á „árásir“ á söngvakeppnina Þá bendir Shimon Samuels, yfirmaður alþjóðatengsla hjá Simon Wiesenthal-samtökunum, á „röð árása“ á söngvakeppnina síðan Ísrael sigraði keppnina í Lissabon í fyrra. Þar er m.a. vísað í kröfu nokkurra evrópskra listamanna um sniðgöngu keppninnar í ár og ummæli tónlistarmannsins Roger Waters, sem kallaði eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva héldi keppnina í öðru landi en Ísrael, auk áðurnefndrar þátttöku Hatara.Simon Wiesenthal-samtökin voru stofnuð árið 1977 og er markmið þeirra að berjast gegn gyðingahatri, að því er segir á heimasíðu samtakanna. Samtökin eru yfirlýst hliðholl Ísraelsríki og starfa náið með fyrirtækjum og ríkisstofnunum í Bandaríkjunum til að bera út boðskap sinn. Samtökin hafa ítrekað gagnrýnt hina palestínsku BDS-hreyfingu, sem berst fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum í ljósi framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum. Þá börðust samtökin gegn byggingu Park51, félagsmiðstöðvar fyrir múslima, í grennd við Ground Zero í New York, þar sem árásin á Tvíburaturnana var gerð árið 2001. Augljóst markmið taki bitið úr gagnrýninni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, segir í samtali við Vísi að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið sé greinilega spurning um hagsmuni.Hataramenn við kökubakstur. Matthías sést lengst til hægri á mynd.visir/vilhelm„Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ segir Matthías.Starfshópur þvert á ráðuneyti Hataramenn hafa vakið mikla athygli í Ísrael og víðar vegna þátttöku sinnar í keppninni. Þeir hafa gagnrýnt Ísrael opinberlega, m.a. í viðtali við Stundina í febrúar, en þar sögðust þeir vilja nýta dagskrárvaldið í Eurovision til að gagnrýna stefnu ísraelskra stjórnvalda í utanríkismálum, einkum vegna framgöngu þeirra gegn Palestínumönnum. Hatarar hafa á móti verið gagnrýndir í Ísrael. Þannig kölluðu Shurat HaDin, umdeild samtök sem segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael, eftir því að innanríkisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að hljómsveitin fái að koma fram í Eurovision. Í mars kom svo ísraelska innanríkisráðuneytið á fót starfshóp, þvert á ráðuneyti, sem ætlað var að skoða hvernig taka ætti fyrir mögulegt andóf gegn Ísrael í Eurovision, sérstaklega í ljósi þátttöku Hatara í keppninni.
Eurovision Tengdar fréttir Búið að greina frá því hvenær Hatari fer á sviðið í Tel Aviv Nú er búið að greina frá því númer hvað Hatari fer á svið á fyrra undankvöldinu í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv. 2. apríl 2019 14:30 Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Búið að greina frá því hvenær Hatari fer á sviðið í Tel Aviv Nú er búið að greina frá því númer hvað Hatari fer á svið á fyrra undankvöldinu í Eurovision sem fram fer í maí í Tel Aviv. 2. apríl 2019 14:30
Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu "Ég er í rútunni og er á leiðinni aftur upp á hótel. Við vorum að skoða keppnishöllina,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins, en hann er nú staddur í Tel Aviv. 12. mars 2019 11:30
Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44