Ekkert heyrst frá Eurovision vegna kröfu um brottvísun Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 14:28 Hatari samanstendur af Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Hannigan og Einari Stefánssyni. visir/vilhelm Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías. Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías.
Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00
Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44