Sumardagurinn fyrsti gæti orðið besti dagur vikunnar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 10:54 Fyrirstöðuhæð við Grænlandi gæti valdið sólríku og þurru veðri um mánaðamótin. FBL/Ernir Vetrarlegt veður verður á Norðurlandi í dag, svalt og dálítil él en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að mun vorlegra veður sé sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þó má búast við skúramyndunum þar þegar líður á daginn. „Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti (fimmtudag), en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun spá fyrir 1. maí en þar viðrar hann áhyggjur ýmissa á meginlandi Evrópu vegna Grænlandsfyrirstöðu um mánaðamótin. Er óttast að sú fyrirstaða geti valdið verulegu bakslagi í vorkomuna með næturfrosti í norður Þýskalandi og Niðurlöndum, svo ekki sé talað um Skandinavíu og Danmörku. Einar segir í samtali við Vísi að enn sé einhver óvissa varðandi þessa spá en hvar fyrirstöðuhæðin verður staðsett getur haft þó nokkur áhrif hér á landi. Kuldastroka frá henni gæti náð til Íslands en eins og spáin lítur út í dag mun þessi fyrirstöðuhæð hins vegar ekki valda usla hér á landi heldur sólríku og þurru veðri en með þó nokkurri dægursveiflu á hita sem verður um meðallag miðað við árstíma, eða um 3 til 6 gráður. Veður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Vetrarlegt veður verður á Norðurlandi í dag, svalt og dálítil él en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar kemur fram að mun vorlegra veður sé sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þó má búast við skúramyndunum þar þegar líður á daginn. „Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti (fimmtudag), en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti í morgun spá fyrir 1. maí en þar viðrar hann áhyggjur ýmissa á meginlandi Evrópu vegna Grænlandsfyrirstöðu um mánaðamótin. Er óttast að sú fyrirstaða geti valdið verulegu bakslagi í vorkomuna með næturfrosti í norður Þýskalandi og Niðurlöndum, svo ekki sé talað um Skandinavíu og Danmörku. Einar segir í samtali við Vísi að enn sé einhver óvissa varðandi þessa spá en hvar fyrirstöðuhæðin verður staðsett getur haft þó nokkur áhrif hér á landi. Kuldastroka frá henni gæti náð til Íslands en eins og spáin lítur út í dag mun þessi fyrirstöðuhæð hins vegar ekki valda usla hér á landi heldur sólríku og þurru veðri en með þó nokkurri dægursveiflu á hita sem verður um meðallag miðað við árstíma, eða um 3 til 6 gráður.
Veður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira