Halldór: Vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2019 19:58 Halldór Jóhann er hættur með FH. vísir/bára Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld er FH datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. „ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór. Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12. „Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór. Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni. „Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH. „Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór. „Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld er FH datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. „ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór. Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12. „Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór. Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni. „Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH. „Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór. „Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30