Tími aðgerða að renna upp hjá iðnaðarmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2019 12:28 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn hefja undirbúning verkfallsaðgerða í næstu viku fari ekki að sjást til lands í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í þessari viku, að sögn talsmanns iðnaðarmanna. Sennilegast verði horft til takmarkaðra aðgerða líkt og hjá verkalýðsfélögum í nýafstöðum kjaradeilum. Félög iðnaðarmanna eiga fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra að undanförnu. Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu. „Og uppleggið verður að reyna að sjá til lands í okkar samningum og ef það fer ekki að skýrast í þessari viku teljum við okkur knúna til að taka önnur skref í þessum viðræðum.“Og önnur skref eru þá aðgerðir?„Já það er þá það eina sem við getum gert að grípa til aðgerða ef við náum ekki að semja,“ segir Kristján Þórður. Iðnaðarmenn séu tilbúnir til að funda alla daga sem eftir er vikunnar og láta reyna til þrautar á samninga. Staðan hafi á vissan hátt skýrst eftir að samningar tókust við VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fyrir páska. „En pressan auðvitað eykst á okkur að komast til botns í okkar málum líka. Við auðvitað höfum það verkefni að reyna að klára okkar samninga. Það er verkefnið okkar,“ segir Kristján Þór. Launaliðurinn geti reynst erfiður en menn þurfi að sjá hvernig hann geti litið út ásamt lágmarkstöxtum. Í nýgerðum samningum var samið um mismiklar krónutöluhækkanir launa eftir því hversu há laun voru fyrir. „Okkar áherslur á undanförnum árum hafa verið að notast við prósentuhækkanir. En við höfum einnig notast við krónutöluhækkanir á síðustu árum. Þannig að við erum opnir fyrir ýmsum leiðum,“ segir Kristján Þór. Komi til aðgerða verði líklega afmarkaðir hópar teknir fyrir líkt og í aðgerðum verkalýðsfélaganna í nýafstöðum kjaradeilum, en það eigi þó eftir að útfæra aðgerðir. En að líður að ögurstund í lok þessarar viku? „Já, það er orðin tímapressa á okkur að klára þetta. Og sá tímapunktur er núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson. Kjaramál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Iðnaðarmenn hefja undirbúning verkfallsaðgerða í næstu viku fari ekki að sjást til lands í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í þessari viku, að sögn talsmanns iðnaðarmanna. Sennilegast verði horft til takmarkaðra aðgerða líkt og hjá verkalýðsfélögum í nýafstöðum kjaradeilum. Félög iðnaðarmanna eiga fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra að undanförnu. Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu. „Og uppleggið verður að reyna að sjá til lands í okkar samningum og ef það fer ekki að skýrast í þessari viku teljum við okkur knúna til að taka önnur skref í þessum viðræðum.“Og önnur skref eru þá aðgerðir?„Já það er þá það eina sem við getum gert að grípa til aðgerða ef við náum ekki að semja,“ segir Kristján Þórður. Iðnaðarmenn séu tilbúnir til að funda alla daga sem eftir er vikunnar og láta reyna til þrautar á samninga. Staðan hafi á vissan hátt skýrst eftir að samningar tókust við VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fyrir páska. „En pressan auðvitað eykst á okkur að komast til botns í okkar málum líka. Við auðvitað höfum það verkefni að reyna að klára okkar samninga. Það er verkefnið okkar,“ segir Kristján Þór. Launaliðurinn geti reynst erfiður en menn þurfi að sjá hvernig hann geti litið út ásamt lágmarkstöxtum. Í nýgerðum samningum var samið um mismiklar krónutöluhækkanir launa eftir því hversu há laun voru fyrir. „Okkar áherslur á undanförnum árum hafa verið að notast við prósentuhækkanir. En við höfum einnig notast við krónutöluhækkanir á síðustu árum. Þannig að við erum opnir fyrir ýmsum leiðum,“ segir Kristján Þór. Komi til aðgerða verði líklega afmarkaðir hópar teknir fyrir líkt og í aðgerðum verkalýðsfélaganna í nýafstöðum kjaradeilum, en það eigi þó eftir að útfæra aðgerðir. En að líður að ögurstund í lok þessarar viku? „Já, það er orðin tímapressa á okkur að klára þetta. Og sá tímapunktur er núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson.
Kjaramál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira