Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. apríl 2019 12:27 Þrír selir eru í lauginni í Húsdýragarðinum og stundum kópur með. Borgarfulltrúi telur aðstöðuna óásættanlega. VÍSIR/VILHELM Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira