Selirnir í óásættanlegri stöðu í Húsdýragarðinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. apríl 2019 12:27 Þrír selir eru í lauginni í Húsdýragarðinum og stundum kópur með. Borgarfulltrúi telur aðstöðuna óásættanlega. VÍSIR/VILHELM Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Aðstaða selanna í Húsdýragarðinum er óásættanleg að sögn borgarfulltrúa Pírata. Til skoðunar er að stækka laugina og endurskoða stefnu garðsins varðandi fjölgun dýranna. Óþarft sé að dýrin geti af sér afkvæmi sem leidd eru til slátrunar á haustin. Selalaugin í Húsdýragarðinum er um 160 fermetrar og fimm metra djúp. Í henni eru þrír selir sem hafa nánast verið í garðinum frá upphafi, eða frá árinu 1990. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að gestir hafi stundum furðað sig á smæð laugarinnar og telur fullt tilefni til að stækka hana. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir að stækkun sé til skoðunar. „Við tökum dýravernd alvarlega og aðstaðan fyrir selina er óásættanleg. Það er að segja að laugin og svæðið sem selirnir hafa er of lítið. Ég myndi vilja að laugin yrði stækkuð og aðstaðan fyrir selina bætt," segir Sigurborg. „En þarna eru líka tækifæri til fræðslu um stöðu sela og umhverfisvernd við Ísland. Vegna þess að landselir við Íslandsstrendur eru í bráðri útrýmingarhættu." Selirnir í Húsdýragarðinum kæpa jafnan á vorin og er kópunum slátrað á haustin. Sigurborg telur að þetta þurfi að endurskoða.Laugin er um 160 fermetrar og fimm metra djúp.VÍSIR/VILHELM„Ég tel alveg rétt að skoða þá stefnu að dýr séu í raun að eignast afkvæmi til þess eins að vera drepin á haustin. Það er í rauninni ekki ábyrg afstaða," segir Sigurborg. Þetta eigi við um fleiri dýr í garðunum. „Það er náttúrulega hægt að leyfa dýrunum að fjölga sér þannig að garðurinn geti borið það. Það er líka hægt að vera með svokallað dýraathvarf líkt og margir aðrir garðar í heiminum eru með. Þá er verið að aðstoða dýr í vanda eða þau sem geta ekki bjargað sér í náttúrunni." Málið er til skoðunar innan borgarinnar og er ákvörðunar að vænta síðar á árinu. „Það í rauninni þyrfti að endurskoða fjárfestingar fyrir Húsdýragarðinn og laugina, þannig að það væri hægt að stækka hana og bæta aðstöðuna. Það verða vonandi frétta að vænta í vor eða í síðasta lagi í haust," segir Sigurborg.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira