Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2019 20:30 Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. Einnig þurfi að vekja upp umræðu í samfélaginu um málefnið og auka fræðslu. Hún sé grunnur af því að uppræta glæpina.Í gær bárust fréttir af því að hópur unglingspilta réðist á dreng af erlendum uppruna fyrir utan verslunarkjarna í Grafarvogi. Drenginn lokkuðu þeir til sín í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Sjónarvottur af atvikinu, sem sagðist hafa rætt við drenginn á staðnum, sagði hópinn hafa kallað hann skítugan útlending og sagt honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann. Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, telur mál sem þessi heyra undir hatursglæpi. „Miðað viðþað sem að hefur átt sér stað varðandi haturstjáningu í samfélaginu og þá tölfræði sem við erum að sjá frá honum norðurlöndunum til dæmis. Þá held ég aðþað sé nánast hægt að fullyrða að hatursglæpum fer fjölgandi hérlendis,“ segir hún.Aðeins tuttugu prósent mála á borð lögreglu Hún bendir á að árið 2018 voru 250 hatursglæpir í Osló. Norska lögreglan telji þó að aðeins 20% haturglæpa komi inn á borð til þeirra. Á árunum 2016 til 2018 komu 50 hatursglæpir inn á borð lögreglunnar hér á landi. Miðað við að 600 þúsund íbúar séu í Osló og 350 þúsund íbúar hér landi. Þá segi tölfræðin okkur að haturglæpir séu líklega nokkuð faldir á Íslandi og það sé tvennt sem gæti spilað þar inn í „Annars vegar að lögreglukerfið sem við notumst við gerir ekki grein fyrir eða tilgreinir ekki sérstaklega hatursglæpi. Þeir eru ekki sérmerktir. Það vantar kannski að setja inn í kerfið þar sem hægt er að haka við hatursglæpi. Jafnframt haka við ásetninginn og á hverju hann byggist. Þannig að það sé hægt að draga út betri tölfræði. Svo er það hitt, þetta er kannski nýtt viðfangefni á Íslandi. Það skortir enn mikla þekkingu innan lögreglunnar hvað er þaðí glæpum sem gerir glæp að hatursglæp,“ segir hún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. Einnig þurfi að vekja upp umræðu í samfélaginu um málefnið og auka fræðslu. Hún sé grunnur af því að uppræta glæpina.Í gær bárust fréttir af því að hópur unglingspilta réðist á dreng af erlendum uppruna fyrir utan verslunarkjarna í Grafarvogi. Drenginn lokkuðu þeir til sín í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Sjónarvottur af atvikinu, sem sagðist hafa rætt við drenginn á staðnum, sagði hópinn hafa kallað hann skítugan útlending og sagt honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann. Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, telur mál sem þessi heyra undir hatursglæpi. „Miðað viðþað sem að hefur átt sér stað varðandi haturstjáningu í samfélaginu og þá tölfræði sem við erum að sjá frá honum norðurlöndunum til dæmis. Þá held ég aðþað sé nánast hægt að fullyrða að hatursglæpum fer fjölgandi hérlendis,“ segir hún.Aðeins tuttugu prósent mála á borð lögreglu Hún bendir á að árið 2018 voru 250 hatursglæpir í Osló. Norska lögreglan telji þó að aðeins 20% haturglæpa komi inn á borð til þeirra. Á árunum 2016 til 2018 komu 50 hatursglæpir inn á borð lögreglunnar hér á landi. Miðað við að 600 þúsund íbúar séu í Osló og 350 þúsund íbúar hér landi. Þá segi tölfræðin okkur að haturglæpir séu líklega nokkuð faldir á Íslandi og það sé tvennt sem gæti spilað þar inn í „Annars vegar að lögreglukerfið sem við notumst við gerir ekki grein fyrir eða tilgreinir ekki sérstaklega hatursglæpi. Þeir eru ekki sérmerktir. Það vantar kannski að setja inn í kerfið þar sem hægt er að haka við hatursglæpi. Jafnframt haka við ásetninginn og á hverju hann byggist. Þannig að það sé hægt að draga út betri tölfræði. Svo er það hitt, þetta er kannski nýtt viðfangefni á Íslandi. Það skortir enn mikla þekkingu innan lögreglunnar hvað er þaðí glæpum sem gerir glæp að hatursglæp,“ segir hún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25