Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 10:16 Framkvæmdastjóri Eflingar er ánægður með að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hafi verið afgerandi. Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. apríl, hefur verið samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í atkvæðagreiðslunni sem stóð yfir dagana 12.-23 apríl. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó heldur dræm eða um 10,16%. 77,07% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 20,59% þeirra höfnuðu honum. Þá tóku 2,34% félagsmanna á kjörskrá ekki afstöðu. Atkvæði voru bæði greidd rafrænt og á pappír utan kjörfundar að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eindreginn stuðning við nýjan kjarasamning. „Við fögnum því að það hafi náðst í gegn. Ég held það sé allra hagur að þetta sé svona eindregin niðurstaða.“ Viðar les út úr niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að félagsmenn hafi tekið afstöðu með mjög afgerandi hætti.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.Vísir/vilhelmMinnir á endurskoðunarákvæðið „Við minnum líka á það í ljósi umræðunnar síðustu daga - út af hótunum um verðhækkanir og fleira - að það er mjög sterkt endurskoðunarákvæði í samningnum sem getur komið til áhrifa strax í september á næsta ári eða eftir eitt og hálft ár og ég held að með svona öflugan stuðning verkafólks að baki samningnum þá reynir á að allir sýni raunveruleg heilindi gagnvart því að framfylgja þessum samningi og anda hans.“ Verkafólk hafi axlað mikla ábyrgð með því að hafa fallist á samning sem feli í sér litla launahækkun fyrsta árið. „Við auðvitað bara skorum á alla aðila og þá bæði Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að raunverulega standa sína plikt og hafa það í huga að samningurinn er uppsegjanlegur verði skilyrðum ekki mætt.“ Inntur eftir viðbrögðum um dræma kjörsókn segir Viðar að það séu ýmsar getgátur uppi um skýringar þó erfitt sé að segja til um hvers vegna þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi einungis verið rúm tíu prósent. „Ég bendi á að þessi kjörskrá sem þarna er notast við er mjög stór. Það er notast við víðustu mögulegu skilgreiningu á því hverjir eru á henni. Þetta eru semsagt allir sem greiddu iðgjöld til okkar og voru í þeim störfum sem falla undir þennan samning í janúar og febrúar, algjörlega óháð því hvaða starfshlutfall er um að ræða og hversu lengi fólk hefur verið í starfi. Það er ekki verið að horfa til þess hvort þetta séu svokallaðir „fullgildir meðlimir“ það er að segja þeir sem hafa óskað eftir því að fá formlega inngöngu í félagið. Það gerir það að verkum að þetta verður mjög stór kjörskrá. Þarna er fólk sem kannski var að vinna einhverja tímabundna helgarvinnu með námi eða eitthvað slíkt.“ Hefðu viljað meiri þátttöku í atkvæðagreiðslu Engu að síður hefðu þau viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það sé hluti af langtímaáætlun Eflingar að auka virkni og vitund fólks um stéttarfélagsmál. „Við höfum þegar unnið mikið starf í því á síðasta ári og það er vinna sem heldur ótrauð áfram.“ Viðar tekur þó fram að hann telji forystu Eflingar hafa staðið sig vel í því að vekja athygli félagsmanna á samningnum. Allir félagsmenn Eflingar fengu kynningarbækling á íslensku, ensku og pólsku sendan heim í pósti auk þess sem nýr kjarasamningur var kynntur á opnum fjölsóttum fundum og á vinnustöðum. „Ég held að þeir sem raunverulega vildu láta í sér heyra með því að taka afstöðu fengu tækifæri til þess og hafa bara gefið upp sína afstöðu með mjög afgerandi hætti,“ segir Viðar sem mun rýna betur í tölurnar á næstu dögum. Kjaramál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Kjarasamningur Eflingar við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 3. apríl, hefur verið samþykktur með miklum meirihluta félagsmanna í atkvæðagreiðslunni sem stóð yfir dagana 12.-23 apríl. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var þó heldur dræm eða um 10,16%. 77,07% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn en 20,59% þeirra höfnuðu honum. Þá tóku 2,34% félagsmanna á kjörskrá ekki afstöðu. Atkvæði voru bæði greidd rafrænt og á pappír utan kjörfundar að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segir í samtali við fréttastofu að um sé að ræða eindreginn stuðning við nýjan kjarasamning. „Við fögnum því að það hafi náðst í gegn. Ég held það sé allra hagur að þetta sé svona eindregin niðurstaða.“ Viðar les út úr niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að félagsmenn hafi tekið afstöðu með mjög afgerandi hætti.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta.Vísir/vilhelmMinnir á endurskoðunarákvæðið „Við minnum líka á það í ljósi umræðunnar síðustu daga - út af hótunum um verðhækkanir og fleira - að það er mjög sterkt endurskoðunarákvæði í samningnum sem getur komið til áhrifa strax í september á næsta ári eða eftir eitt og hálft ár og ég held að með svona öflugan stuðning verkafólks að baki samningnum þá reynir á að allir sýni raunveruleg heilindi gagnvart því að framfylgja þessum samningi og anda hans.“ Verkafólk hafi axlað mikla ábyrgð með því að hafa fallist á samning sem feli í sér litla launahækkun fyrsta árið. „Við auðvitað bara skorum á alla aðila og þá bæði Samtök atvinnulífsins og ríkisvaldið að raunverulega standa sína plikt og hafa það í huga að samningurinn er uppsegjanlegur verði skilyrðum ekki mætt.“ Inntur eftir viðbrögðum um dræma kjörsókn segir Viðar að það séu ýmsar getgátur uppi um skýringar þó erfitt sé að segja til um hvers vegna þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi einungis verið rúm tíu prósent. „Ég bendi á að þessi kjörskrá sem þarna er notast við er mjög stór. Það er notast við víðustu mögulegu skilgreiningu á því hverjir eru á henni. Þetta eru semsagt allir sem greiddu iðgjöld til okkar og voru í þeim störfum sem falla undir þennan samning í janúar og febrúar, algjörlega óháð því hvaða starfshlutfall er um að ræða og hversu lengi fólk hefur verið í starfi. Það er ekki verið að horfa til þess hvort þetta séu svokallaðir „fullgildir meðlimir“ það er að segja þeir sem hafa óskað eftir því að fá formlega inngöngu í félagið. Það gerir það að verkum að þetta verður mjög stór kjörskrá. Þarna er fólk sem kannski var að vinna einhverja tímabundna helgarvinnu með námi eða eitthvað slíkt.“ Hefðu viljað meiri þátttöku í atkvæðagreiðslu Engu að síður hefðu þau viljað sjá betri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. Það sé hluti af langtímaáætlun Eflingar að auka virkni og vitund fólks um stéttarfélagsmál. „Við höfum þegar unnið mikið starf í því á síðasta ári og það er vinna sem heldur ótrauð áfram.“ Viðar tekur þó fram að hann telji forystu Eflingar hafa staðið sig vel í því að vekja athygli félagsmanna á samningnum. Allir félagsmenn Eflingar fengu kynningarbækling á íslensku, ensku og pólsku sendan heim í pósti auk þess sem nýr kjarasamningur var kynntur á opnum fjölsóttum fundum og á vinnustöðum. „Ég held að þeir sem raunverulega vildu láta í sér heyra með því að taka afstöðu fengu tækifæri til þess og hafa bara gefið upp sína afstöðu með mjög afgerandi hætti,“ segir Viðar sem mun rýna betur í tölurnar á næstu dögum.
Kjaramál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira