Segir langtímamarkmiðið að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:05 Gámar á Granda í Reykjavík þar sem heimilislausir hafa gistiaðstöðu. Vísir/Vilhelm Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Reyna á að koma í veg fyrir heimilisleysi í Reykjavík með því að auka forvarnir til muna og grípa inn í hjá áhættuhópum snemma á lífsleiðinni segir formaður Velferðarráðs. Ráðið kynnti í morgun nýja stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Stefnt er að því að auka búsetuúrræði og þjónustustig við þennan viðkvæma hóp til muna. Yfirmarkmiðin eru að stuðla að aukinni fjölbreytni úrræða í samráði við ríki og frjáls félagasamtök. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður Velferðarráðs segir mikilvægt að mæta einstaklingum með þennan flókna vanda af virðingu og fordómaleysi. Velferðarráð hafi setið yfir þessum málum síðan í haust. Farið var yfir alla þá þjónustu sem er til staðar og niðurstaðan sé að mikil þörf er fyrir húsnæði og grípa inn í hjá áhættuhópum tímanlega.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar.„Við erum kannski fyrst og fremst núna að reyna að koma í veg fyrir heimilisleysi. Koma í veg fyrir að þessi vandi þróist og horfa meira á unglingana og unga fólkið og hvernig við getum stutt við þau. Nota gangrýndar aðferðir til að finna þá sem eru í áhættu til að þróa með sér heimilisleysi og styðja það áður en til þess kemur. Það er kannski svolítið ólíkt því sem við höfum áður verið að gera,“ segir Heiða. Hún segir að mæta eigi fólki fordómalaust á þeim stað sem það er. „Ekki vera að setja þeim skilyrði að það eigi að vera einhvern veginn öðruvísi til þess að fá þjónustu. Heldur að þú fáir þjónustu eins og þú ert. Síðan vinnum við með því vonandi í að finna bata. Markmiðið sé að enginn þurfi að sofa úti og langtíma markmið að neyðarými séu óþörf. „Og það verður þannig ef við náum að fjölga langtímahúsnæði fyrir þennan hóp. Þar sem ekki er krafa um að vera hættur neyslu eða öðru slíku. Þú getur fengið stuðning og þann stuðning sem þú þarft inn í það húsnæð. Við erum að leggja meiri áherslu enn áður á að fjölga áfangaheimilum og vinna með áfangaheimili. Þannig að fólk sem er að koma af sjúkrahúsi eða fangelsisvistun eða annarsstaðar frá hafi stað til að dvelja á þangað til að það er tilbúið til að búa í sínu eigin húsnæði,“ segir hún.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira