Misræmi í fjárhagsáætlun þriðjungs sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:23 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís. Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís.
Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira